Hæ öll.
Ég var að hugsa um lýsingu á þessu 400l búri sem ég er að fara að setja upp(sjá þráð hér neðar).
Ég hef verið að skoða þræði hér á síðunni um lýsingu og finnst fólk helst vera að tala um warm white og daylight perur.
Eru dalight perur gróðurperur?
Hver er munurinn á t5 og t8 perum?
Í þeim ljósahjálmi sem fylgir búrinu er gert ráð fyrir 3 stk 36w (120cm langar) perum og svo einni 33 cm langri peru þversum í endanum á búrinu.
Þar sem ég ætla að hafa þetta búr sem milliveg, þannig að það sé sýnilegt frá báðum hliðum, hvaða hugmyndir hafið þið að perum?
t.d. gróður peru í miðjunni og warmwhite á báðum hliðum eða einhverja aðra útfærslu?
Með fyrir fram þökk: prien.
Lýsing á 400l búri?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
T5 perur eru mjórri en T8, gefa meiri birtu og hitna minna.
Þú ert líklega með hefðbundnar T8 og þetta virðist bjóða upp á fínustu lýsingu.
Peruval er smekksatriði og fer líka eftir því hvað þú ætlar að hafa í búrinu, miðað við nokkuð hefðbundna uppsetningu með einhverjum gróðri þá mæli ég td með Aquastar eða Dayligt perum í hliðarnar og gróðurperu í miðjuna.
Þú ert líklega með hefðbundnar T8 og þetta virðist bjóða upp á fínustu lýsingu.
Peruval er smekksatriði og fer líka eftir því hvað þú ætlar að hafa í búrinu, miðað við nokkuð hefðbundna uppsetningu með einhverjum gróðri þá mæli ég td með Aquastar eða Dayligt perum í hliðarnar og gróðurperu í miðjuna.