ég er með 54L búr sem ég er að reyna að gera að stofustássinu í litlu íbúðinni okkar hérna í grafarholtinu. Er með í því núna 2 litla skalla (sem fara svo í 200L þegar þeir eru orðnir of stórir fyrir 54L) og einar 20 neon tetrur og svo er í búrinu 11 litlir eplasniglar, af plöntum er ég með jawamosa klessa og einhverja plöntu sem ég veit ekkert hvað heitir en hún er allavega fljótandi ( á örugglega að vera í sandinum) og svo er rót og sandinn náði ég í niður í nauthólsvík... kem með mynd um leið og ég get. en ég var að spá hvað ég ætti að fá mér í búrið þegar skallarnir vaxa upp úr því?