heitt hveravatn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

heitt hveravatn

Post by siamesegiantcarp »

nú hef ég aldrei verið með fiska á höfuðborgarsvæðinu, hvernig er það þegar þú setur vatn í búrið verður það að vera kalt

eða má setja hveravatn í fiskabúr?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það má setja hitaveituvatn í fiskabúr, það er ekki ráðlegt að setja bara kalt vatn í búrið við vatnsskipti, fiskarnir geta fengið sjokk og jafnvel drepist. Það er ekkert skaðlegt við hitaveituvatn. Bara hafa hitan á vatninu, það sama og er í búrinu.
Last edited by Elma on 09 Jul 2009, 14:00, edited 1 time in total.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

í góðu lagi að taka það bara beint úr krananum. Kranavatnið í reykjavík er líka að mestu leyti upphitað kalt vatn. Magnið af hitaveituvatni á móti upphituðu köldu er þó eitthvað mismunandi eftir hverfum. En þetta er ekkert til að vera að hafa áhyggjur af.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

En sest ekki kísill inn í dælur og slíkt?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

nei, ég hef ekki orðið var við það allan tíman sem ég hef verið í hobbíinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Enginn kísill í vatninu í Reykjavík. Ég nota td heita vatnið í matargerð osf.
Post Reply