En hvað í ósköpunum á maður að gera við fiskabúr sem vegur 1 tonn á meðan ef það kemst ekki inn í svefnherbergin á meðan og það er ekki hægt að hreyfa við því meðan það er enn vatn í því, hvað þá lyfta því frá og aftur upp á nýja parketið...

Tek það fram að ég ætla ekki að fara að standa í einhverju veseni með að veiða fiskana uppúr og hafa þá í smærri ílátum á meðan um alla íbúð, vil ekki taka neina sénsa með að fiskarnir drepist.
Datt í hug stórt fiskikar á meðan fyrir fiskana en ég vil þó ekki standa í því að redda því, sækja og skila. Ég ætla helst að láta tryggingarnar sjá um þetta alfarið þar sem þeir voru nú ekki alveg þeir kurteisustu þegar þetta var metið

Tek það þó fram að ég er að sjálfsögðu búinn að ræða þetta mál við tryggingarnar en þeir vita bara hreinlega ekkert hvað er best að gera í málinu en eru þó að ath þetta.
Einhverjar hugmyndir um aðra lausn með fiskana?