Agúrkugjöf

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Agúrkugjöf

Post by audun »

Jæja þið sem eruð að gefa agúrkur í búrin ykkar. hvernig eruð þið að gera þetta.
Mér finnst ancistrurnar og gibbarnir ekkert taka eftir bitunum hjá mér og oftast leyfi ég einum bita að fljóta lausum og annar með skrúfu á botninn.
Image

Eruð þið með einhver galdratrix til að láta þá taka eftir gúrkunni strax eða eru mínir fiskar bara svona heimskir :roll: :lol:

og annaðhvort vilja ekki gúrkuna eða bara sjá hana ekki og hvad hafið þið bitana lengi í vatninu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég sting bara gaffal í og ofan í búrið. leyfi þessu að vera svona sólarhring max.

Þetta eru feimnir fiskar, settu þetta einhversstaðar aftarlega í búrið þar sem þeir hafa skjól.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

setja gúrkubita í á kvöldin og taka hana upp úr á morgnanna.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

Þegar ég hef sett gúrku ofaní hjá mér þá "gleymi" ég henni í oft í 2daga í búrinu og hún er næstum étinn upp til agna, skalarnir og gúrumaniarnir narta í þetta ásamt pleggunum. Hún leysist ekki upp og sóðar búrið.
xxx :D xxx
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mér finnst fiskarnir ráða betur við gúrkuna þegar hún hefur verið í meira en sólarhring. það er samt ágætt að kíkja eftir 2 daga svo að það séu ekki rotnandi bitar fljótandi um.
disin89
Posts: 28
Joined: 08 Jul 2009, 02:01

Post by disin89 »

ég set gúrkubitann í á kvöldin og þeir klára hann alveg yfir nóttina og skilja bara þetta sem er utaná eftir þannig að ég er farin að skera það af núna..
Nýbyrjuð
Er með 1 54L búr með:
Guppy
Ancistru par
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég set teskeið (skiptir væntanlega ekki máli hvaða ryðfría hlut þú setur í til að sökkva henni) í ca. 2-3 cm. sneið og hendi fremst í búrið. Þar fær hún svo að vera þangað til hún er búin.... nema ég sjái einhverja bita fljóta, þá geri ég eins og Guðrún.. tek þá úr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply