var að skipta um vatn á 100 l búrinu og þegar eg setti dæluna í gang komu fullt af hvítum ormum allveg örþunnir er þetta hættulegt?
ferðast þeir með fiskum?
veit að það eru til margir þræðir um þetta en ég nenni ekki að leita að þeim
jæja núna er allt morandi af þessum ormum í 720L búrinu hjá mér.
ég er búinn að skoða alla þræði sem ég finn um þetta en einu svörin eru að þetta sé í fínasta lagi því fiskarnir éti þetta....
en það er ekki svo gott hjá mér því fiskarnir eru aðeins of stórir til að borða þessa smáorma.. veit einhver hvað þessi kvikindi heita svo ég geti lesið meira um þá?
Þar sem þeir fá að vera óáreittir í búrinu hjá mér var ég með smá áhyggjur af því að þeir fari inn í fiskana og verði með eitthvað vesen.
Þessir ormar eru eimitt algengir í búrum með stórfiskum sem éta ekki ormana. Mér sýnist ormarnir koma í bylgjum og gæti trúað að það að ryksuga botninn reglulega haldi þeim niðri.