þá var maður aðeins að stækka við sig... nema þetta var skítugasta búr sem ég hef séð! .... tók síðan eftir því þegar ég var byrjaður að þrífa það að það er sprunga í botnglerinu sem er búið að kítta yfir en kíttið farið að mygla sem og á bakglerinu. svo til að toppa það er brotið úr brúinni á framglerinu. en var að spá....er í lagi að nota skósvertu á lokið til að fá það svartara? (eða eitthvað annað)
það er auðvitað til back to black úr bílabransanum. passaðu þig bara með það. sumt plast er líka hægt að hita með hitabyssu rétt renna yfir og fá olíuna aftur út og verður þar að leiðandi aftur svart og ekki eitur notað. en það virkar ekki á allt plast