ca. 600ltr. búr í smíðum

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ok, er búinn að fá verð í glerið frá 3 stöðum: (15mm gler)

Glerborg, 80.000
Samverk, 105.000
Íspan, um 111.000

Íspan eru ekki með 15mm gler á lager og þyrftu því að sérpanta þetta.

Ég furða mig svolítið á því hvað glerborg er mikið ódýrari í þessu. Er ekki örugglega sömu gæði á glerjum frá mismunandi aðilum hérlendis?
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Ég furða mig svolítið á því hvað glerborg er mikið ódýrari í þessu. Er ekki örugglega sömu gæði á glerjum frá mismunandi aðilum hérlendis?
Hef séð oft auglýst glerframleiðsla í sjónvarpinu undanfarið. Man ekki hverjir það voru sem voru að auglýsa en þeirra gler er allt 100% íslenskt. Spurning hvort munurinn liggi í því að sumir séu að flytja inn efni meðan aðrir búa það til á staðnum eða eitthvað slíkt.

Annars er ég engin sérfræðingur í þessu.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Held að það sé nú bara álagningin sem er misjöfn, get ekki ímyndað mér að það sé stór gæðamunur á plötum úr sama efni...
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

og svo er glerborg kannski með gamlann lager sem var þá tekinn inn á mun betra gengi
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jæja, búinn að fá gler, á endanum lenti ég á 19mm gleri frá samverk, það hljómar upp á 118.000 (væntanlega gamall lager af 19mm gleri hjá þeim), sem ég kalla bara nokkuð gott miðað við að 15mm gler hefði kostað 155.000 frá íspan :shock:
Er tilbúinn að borga auka 38 þús fyrir að fá þetta í 19mm miðað við tilboðið frá glerborg. Þá get ég verið alveg viss um að þurfa ekki að brace-a búrið neitt, sérstaklega miðað við að slípað eurobrace á 15mm búr hefði getað kostað 20-25 þús aukalega ofan á 80.000 kr. tilboðið frá glerborg.
Það fer þá vonandi að styttast í að búrið líti loks dagsins ljós :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Spennandi! Ég bíð spenntur eftir construction shots og svoleiðis fíneríi :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Glerið loksins komið. Get ekki verið annað en helvíti ánægður með þjónustuna hjá Samverk, þeir slípuðu meira en ég bað um, og svo grófslípuðu þeir restina þannig að það er hvergi hættuleg brún á glerinu.

þarf reyndar að breyta einu gatinu á botninum, ákvað að hafa gegnumtökin fyrir inntakið á sælunum aðeins stærra og ætla því að stækka eitt gegnumtakið úr 3/4" í 1,25"
Ætli þeri í Íspan geti borað þetta á staðnum fyrir mann ef maður mætir bara með glerið?

Image

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bjallaðu bara í íspan..

Líst vel á þetta hjá þér annars, drífðu í að klístra þessu saman :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Afgreiðslutíminn á að fá gler borað er um vika hjá öllum fyrirtækjunum sem gera það. Ég ákvað því að kaupa mér bara flísabor og gera þetta sjálfur, hefði líka þurft að panta bíl undir glerið báðar leiðir, þannig að þetta hefði endað í nokkuð mörgum þúsundköllum. Fékk fínan bor í múrbúðinni góðu á um 4 þús.

En..... þegar ég var kominn mjög skammt á veg fipaðist ég og hallaði bornum óvar aðeins of mikið og það kvarnaðist smá upp úr glerinu sem nær rétt um 1cm út frá brúninni á gatinu, þannig að það er svona rétt tæplega að gúmmíþéttingin á gegnumtakinu nái yfir skemmdina. Hvað gera bændur? Er þetta of mikið eða kemst ég upp með þetta? Væti e.t.v. hægt að gulltryggja sig gegn leka með því að kítta alveg frá glerinu og upp eftir hliðunum á gegnumtakinu eftir að það hefur verið sett í?

Ef það virkar ekki þá er hin hliðin fín, kvarnaðist ekkert þar. Í versta falli gæti ég þá snúið botninum við, en þá þyrfti ég að hafa flæðið í búrinu öfugt :( sem mér hugnast ekkert allt of vel. Ég held að ég mundi þó frekar gera það en að kaupa annan botn, sem mundi sennilega kosta mig rúm 20 þús með götum og öllu.

Image

Image

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Kaupa stærri bor og stækka gegnumtakið?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

kæmi til greina, þetta er samt stæsta gegnumtakið í búrin, 1,25" 45mm gat. Þá þyrfti ég að stækka þetta helbíti mikið :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kítta bara.
Ég nota aldrei þéttingar og kítta bara með gegnumtökunum og þó ég þurfi að losa þau sem gerist reyndar sjaldan þá er það ekkert stórmál þó maður kítti.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Takk fyrir það Hlynur, ég var einmitt að vonast til þess að einhver reynsluboltinn muni bara mæla með því :)
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

eru ekkert miklar likur a ad tad springur ut fra tessu ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hef reyndar engar áhyggjur af því, þetta er svona 1mm á dýpt þar sem þetta er dýpst, og glerið er 19mm. Engar líkur á að það springi út frá þessu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, ég krefst mynda fyrst búrið er komið saman :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Afhverju ertu með 19mm gler???
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jújú, fiskabúrið komið upp, að vísu bara að hálfu leyti, það er búið að líma það saman, en á eftir að líma lokaumferðina eftir öllum hornum, þetta er því enn nokkuð subbó.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Kann ég þeim Hlyn og Guðmundi bestu þakkir fyrir aðstoðina, eða reyndar fyrir verkið, ég reyndi svo eftir mesta megni að aðstoða þá félaga.

Animal, ég hafði glerið 19mm til að ná sem bestri límingu á milli glerjanna þar sem að það verða engar stífur ofaná búrinu. Ég hefði e.t.v. sloppið með 15mm gler, en þar sem að þetta er í stofunni hjá mér þá vildi ég vera 110% viss um að þetta mundi halda og þola svolítið hnjast, enda óvitar á heimilinu.

Svo verð ég að fara að skella mér í að smíða box utan um ljósin yfir þetta. Ég ætla þó að gefa síliconinu góðan tíma til að taka sig, á ekki eftir að setja neitt í búrið næstu 3 vikurnar hið minnsta. Enda á ég eftir að tengja dælurnar, hitarana, kolsýruna og þess háttar í skápinn, ganga frá ljósunum, verða mér út um sand í búrið og skola hann.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Rosa flott. Verður gaman að sjá þegar það verður komið vatn.

Hvað er búrið hátt? Biðst forláts ef það hefur þegar komið fram.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er massíft!!

Ertu búinn að ákveða hvaða fiskar verða í þessu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er ekkert smotterí.. Og vá hvað glerið er þykkt :) Þetta er ekki mikið þynnra en 8000 lítra búrið niðrí vinnu.

Líst vel á þetta, spennandi að sjá framhaldið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

frá gólfi og upp að brún er rétt rúmlega 150cm. Búrið sjálft er svo 57cm á hæð.

Ég stefni á að hafa ca. 100-150 svartneon tetrur í búrinu og svo eitthvað með þeim, e.t.v. nokkrar fiðrildasíkliður og oto eða aðrar þörugaætur.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hvernig gengur að kítta ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Búinn að kítta, nú er bara að ganga frá öllum tengingum í skápnum og fara svo að smíða kassa fyrir ljósið.

Kíttíngin gekk nokkuð vel, gleymdi þó málningarteipinu aðeins of lengi á einu horninu, en það kemur varla að sök, aftara hornið vinstra megin sem sést minnst.
Ég á reyndar eftir að skafa smá slettur og klístur hér og þar og pússa þetta svo allt með acetoni, en svona lítur límingin út í dag.
Image

Búrið í heild, (nennti ekki að taka draslið úr því)
Image

Svo er ég að leggja lokahönd á PVC-ið. Þarf þó að bíða eftir mini gegnumtaki að utan til að tengja koslýruna við pvc-ið.
Stefni á að setja vatn í búrið eftir 2-3 vikur.
Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott maður.. Líst vel á þessa tetru torfu sem þú ætlar að hafa. Verður stórfenglegt!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatn eftir 2-3 vikur !? Ég vildi að ég hefði þessa þolinmæði. :)
Er eitthvað plan varðandi bakgrunn ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sven wrote:Ég stefni á að hafa ca. 100-150 svartneon tetrur í búrinu og svo eitthvað með þeim, e.t.v. nokkrar fiðrildasíkliður og oto eða aðrar þörugaætur.
þetta verður geggjað 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Flott búr og "tilbehör". Líka gaman að vita til þess að það sé til búr sem stendur af sér allavegana 10 á richter, þó að húsið hrynji geturðu allavegana gengið að búrinu vísu. :lol: :wink:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Lítur vel út :), gerðiru ráð fyrir vatnskipta út taki á pvc-inu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

:) já, þetta ætti að þola nokkurn hristing.

Ég er mjög óákveðinn með bakgrunninn, er að spá í að hafa e.t.v. bara mosa-vegg að aftan. Það væri þó best að koma bakgrunns-málum á hreint áður en ég fylli búrið..... fylling frestast þá e.t.v. til jóla miðað við hraðann á verkinu hingað til :D

Varðandi vatnsskiptin, þá er backflush stútur á eheim 2260 dælunni sem ég ætla að nota. Þó gæti verið að ég útbúi annan stút. Verður líka auðvelt að bæta honum við eftirá ef ég byrja á því að nota bara backflushið úr dælunni.
Post Reply