Upphitun á búrum með heitu vatni ? + framkvæmdir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Upphitun á búrum með heitu vatni ? + framkvæmdir

Post by Gudmundur »

Jæja eins og einhverjir vita er ég að byggja mér hús og er ég að vinna í því núna að leggja gólfhita og setja neysluvatn inn í einangrun

Það verða tvö 3 mtr búr sem skifta stofu og eldhúsi í sundur og er ég búinn að brjóta upp og leggja niður affall frá þeim stað sem búrin verða fyrir sírenslið sem stjórnað verður með hitastýrðum blöndunartækjum þannig að ég þurfi ekki að hugsa um vatnsskifti

Ég er að hugsa um að setja aðra vatnslögn að búrunum til þess að nota sem hitun á búrunum
Hefur einhver reynslu af svona upphitun ?

ég er ekki búinn að ákveða hvernig filtering verður á búrunum þannig að möguleiki er á að setja spíral inn í sump til að hita hann upp sem ég held að gæfi mér jafnari hitun

síðan er spurning hvort það virki nokkuð að leggja lagnir á botnin á búrunum undir sandinn
endilega skrifa eitthvað ef þið hafið hugmyndir eða reynslu af svona upphitun
Last edited by Gudmundur on 26 Aug 2009, 22:29, edited 1 time in total.
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sé fyrir mér spiral í sumpnum. Lagnir í botninum hljóma samt spennandi en kannski meira fyrir 5000 l eða stærra.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Nú spyr ég eins og fávís kona, ef þú ert með sírennsli með hitastýrðum blöndunartækjum, þarftu þá nokkuð upphitun?

Svo er náttúrulega líka hugmynd að hafa bara alltaf 28°C inni hjá sér. :P
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Sírenslið verður ekki það mikið bara til að vatnið skiftist hægt og rólega út kannski 5-10% á dag í mesta lagi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Hvað verða búrin stór, og ef lofthiti er 20+ ætti þá sírennslið ekki að geta haldið búrunum stöðugum í 23+ a.m.k og líka hægt að hafa sírennslið heitara og hafa dælur undir því sem dreyfa vatninu strax um búrið???
Ace Ventura Islandicus
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stærðin er ekki alveg komin á hreint en lengd 300-350 cm breiddin verður líklega ekki meiri en 75 cm á hvort búr vegna aðstæðna og hæðin er óráðin þannig að hvort búr er einhvernstaðar á bilinu 1500-2000 ltr

ég talaði við píparann minn og hann er með hausinn í bleyti
en hann sagði að ef ég vildi halda hitanum frekar stöðugum yrði ég að setja skynjara í vatnið sem gæfi síðan skipun hvort dæla þyrfti hraðar eða hægar í gegn um spíralinn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Varmaskiptir með hitastýringu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Líst vel á varmaskiptinn. Verst hvað það eru dýr apparöt :/
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gudmundur wrote:stærðin er ekki alveg komin á hreint en lengd 300-350 cm breiddin verður líklega ekki meiri en 75 cm á hvort búr vegna aðstæðna og hæðin er óráðin þannig að hvort búr er einhvernstaðar á bilinu 1500-2000 ltr

ég talaði við píparann minn og hann er með hausinn í bleyti
en hann sagði að ef ég vildi halda hitanum frekar stöðugum yrði ég að setja skynjara í vatnið sem gæfi síðan skipun hvort dæla þyrfti hraðar eða hægar í gegn um spíralinn
svona Vatnsmassi er lengi að hitna og kólna, held að láta sírennslið stjórna sé málið. Þ.e ef að þú finnur blöndunnartæki sem er hægt að treysta og ef þú fyglist vel með hitastigi þá á þetta er að vera nokkuð seif!
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bara verst er að blöndunartæki virka sjaldan á litlu flæði
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ætli ég þurfi svipað system og er á gólfhitanum þar fer 40 °c vatn inn á kerfið í hringrás og þegar það kólnar spýtist inn á kerfið
ég hefði kannski þurft að bæta við einni slaufu fyrir búrið í því kerfi

annars kemur píparinn á mánudag og reyni ég að fá meira upp úr honum hvað sé hægt að gera
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þeir möguleikar sem virðast vera í lagi kosta allir yfir 100 þúsund en á móti kemur að ég þarf ekki að borga neitt aukalega fyrir vatnið sem ég nota ( á suðurnesjunum er ekki rukkað fyrir notkun heldur stærð á inntaki ) þannig að kostnaðurinn borgar sig upp á einhverjum tíma því að ég þyrfti ansi öfluga hitara til að ráða við búrin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Jæja búinn að leggja gólfhitann og steypa yfir sem tók bara 8 daga með hjólbörum og hrærivél
þar sem steypan verður að fá að þorna hægt til að hún springi ekki eða myndist los í henni þá verður ekki kominn fullur hiti á húsið fyrr en 3 sept.
þannig að auðvitað var best að setja bara upp einangrað ker í kofann til að einhverjir fiskar geti verið þarna og fylgst með framkvæmdum
Image

Image
ég setti 2 gullfiska í kerið á meðan vatnið er kalt ( en það er bannað að hafa vatn í búri og enga fiska )

kerið stendur á þeim stað þar sem stóru búrin verða í framtíðinni
ég setti frárennsli í gólfið og heitt og kalt vatn inn í vegginn þannig að aðstaðan er klár fyrir frekari framkvæmdir
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Massíft. Greinilega einn mesti áhugamaður landsins.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
BIG RED2
Posts: 88
Joined: 04 Mar 2009, 18:51

Post by BIG RED2 »

flott hjá þér.hér er síða sem ég sá mörg flott búr hér getur kannski hjálpað þér við að fá hugmyndir af uppsetningu á búrum http://www.youtube.com/user/n03lzz
skrifaði áður sem big red
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Guðmundur, þú ert algjörlega frábær. Strax kominn með fiska :D
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Upphitun á búrum með heitu vatni ? + framkvæmdir

Post by Guðjón B »

Gudmundur wrote:
Það verða tvö 3 mtr búr sem skifta stofu og eldhúsi í sundur og er ég búinn að brjóta upp og leggja niður affall frá þeim stað sem búrin verða fyrir sírenslið sem stjórnað verður með hitastýrðum blöndunartækjum þannig að ég þurfi ekki að hugsa um vatnsskifti
ohh.. bara ef ég væri með svoleiðis
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ásta wrote:Guðmundur, þú ert algjörlega frábær. Strax kominn með fiska :D
og strax stefnir í vandræði

búinn að hita kerið upp ég eignaðist tæplega 40 cm red tail sem ég setti útí með 30 cm óskari og 35 cm gibba sem væri kannski ekki vandamál ef ég ætti ekki von á fleirum ameríkönum sem eru minni

þannig að á morgunn laugardag verð ég að drösla 800 ltr búri inn úr gámnum og setja það upp líka ( einhver sem á leið fram hjá Grindavík á morgun ? :) )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Iss, hringdu í UMFN Massa og bjóddu þeim að styrkja félagið gegn því að þeir beri inn dót fyrir þig ;)

http://www.umfn.is/Lyftingar/
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég er á ferð uppí kef á morgum.
vantar þig hjálp við að bera það inn?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ulli wrote:ég er á ferð uppí kef á morgum.
vantar þig hjálp við að bera það inn?
Já ég gæti nýtt hjálp svona til öryggis
ég nota reyndar hjólatrillu til að keyra með búrið en það er frekar hátt upp í hurðina á húsinu þannig að öruggara er að hafa einhvern með sér
en endilega ef þú hefur tíma þá máttu hringja í mig á morgun 698 8361 eins ef einhver annar er á ferðinni ( ég reyni nú samt örugglega að henda því inn einn í fyrramálið ef ég þekki sjálfan mig )
annars er þetta frekar létt búr enda með álbotni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

henry wrote:Iss, hringdu í UMFN Massa og bjóddu þeim að styrkja félagið gegn því að þeir beri inn dót fyrir þig ;)

http://www.umfn.is/Lyftingar/
það er ekki pláss fyrir meiri massa í Grindavík

Og hver hefur heyrt um húsbyggjanda á íslandi í dag sem hefur efni á að styrkja einhvern :)
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

já bjalla á þig þarf að fara með snaikið í myndatöku.
og ná í rafgeimi í kef.

þarf ekki massa þegar hann hefur svarthol eins og mig : :twisted:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég vippaði búrinu inn þreif pússningarsand setti vatn og fiska í búrið og það fyrir hádegi enda bara 800 ltr ég setti óskarinn gibban og þessa 2 gullfiska sem voru frekar óttaslegnir í kringum red tailinn í búrið þannig að red tail er einn í kerinu en ég á einn mídas í bænum sem ég sæki við tækifæri og set hjá honum

Image

ulli missti af fjörinu en hann hringdi og bauð fram aðstoð þar sem hann var á rúntinum frá Borgarnesi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply