Ég fékk fyrir tæpu hálfu ári gúbbý fiska par frá kærastanum mínum.
Ég er með þau í glerkúlu, og á seinustu mánuðum er kvenfiskurinn búinn að dæla út seiðum, hún er líka orðin 6cm löng. Seiðin eru sér í 58L búri.
Aldur og fjöldi:
Fyrsta gotið kom fyrir rúmum 4 mánuðum og síðan þá hefur komið got á mánaðarfresti.
Nú eru komin meira en 80 seiði úr fjórum mismunandi gotum.
Erfðir:
Upprunalega gúbbý parið eru systkini og foreldrar þeirra eru af tveimur mismunandi rauðum gúbbý línum (full red og rauðir með dökkt í búknum).
Því eru karlfiskarnir rauðir og sumir með dökkan búk. Kvenfiskarnir eru ljósir og flestir með rauðleitan sporð.
Gúbbý fiskarnir eru til sölu, einn fiskur á 250kr og þrír á 600kr.
Ef áhugi er fyrir fleiri fiskum, þá er hægt að semja um verðið.
Ef óskað er eftir, þá fylgir java mosi eða sniglar með.
Einnig er ég tilbúin til að skipta gúbbý fiskum fyrir aðra fiska, t.d. anchistrur eða plöntur.
Hafið samband hér á fiskaspjalli,
eða hringið í mig, Guðrúnu Birnu, í síma 8662050,
eða sendið mér tölvupóst á: gudrunbirna87@gmail.com
Myndir:
[/img]
Rauðir gúbbý fiskar til sölu
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli