Hæ allir, Takk fyrir.
Ég keypti nokkrar plöntur hjá Dýragarðinum í dag og kom þeim fyrir í tjörninni.
Rafmagnshitarinn sem ég var með hélt hitanum allveg vel en rafmagnsreikningurinn var bara svo helvíti hár.

Hann er 3kw, og reiknið þið svo.
Ég setti upp forhitara sem notar bara hitaveituvatn sem hitar upp tjarnarvatnið. Semsagt fer ekki hitaveituvatn í tjörnina, hitaveituvatnið hitar tjarnarvatnið bara upp. Þetta er muuun ódýrara og virkar bara mjög vel. En þurfti að setja upp lítin filter (sést á mynd) svo að forhitarinn stýflaðist ekki.
Forhitarinn eyðir mjög litlu hitaveitavatni vegna þess að vatnið í tjörninni er það heitt. Rafmagnshitarinn er 3kw en núna er ég bara með 80w dælu útí tjörn og forhitaradælu (60w) sem dæla í gegnum forhitarann.
Forhitarinn heldur tjörninni í 22-24°C án þess að svitna og hitaveitumælirinn er normal.
Ég bætti við 8 gullfiskum í tjörnina og þeim kemur bara vel saman við Koiurnar.
Núna kem með nokkrar myndir eftir að ég setti gróðurinn í. Tjörnin varð ekkert smá gruggug eins og sést á myndunum
Ps. Hvaða fiskar væri sniðugt að hafa með koiunum og gullfiskunum í tjörninni?
Forhitarinn

Ljósin eru ekki svona sterk..

Myndatakan og "gruggið" gerir lýsinguna svona.
ein aðeins eldri