Ég er með lítinn urriða í búrinu hjá mér og ég var að spá í hvernig væri best að kæla vatnið? Urriðar þurfa um 5-15 gráðu heitt vatn en vatnið í búrinu er um 21-22 gráður.
þeir drápust allir hjá mer´innan 3 sólarhringa þegar vatnið var heitt. ég myndi láta kalda vatnið renna í slöngu upphringaða í botninum og aftur til baka í vaskinn.
áttu nokkuð svona stykki fyrir mig núna hef ég aðstöðuna nafnilega.
Ég var að spá í að setja hann í aðra hvora tjörnina sem við bræðurnir eru með. En ég hef heyrt að þeir skemmi dúkinn eða eitthvað svoleiðis og svo náttúrulega veit ég ekkert hvernig þeir eru með öðrum fiskum.
Þetta gæti verið skemmtilegt dæmi.
Einfaldast er sjálfsagt að leiða slöngu í gegnum búrið eins og Auðun segir og láta renna í gegnum hana kalt vatn, kaupa slöngu sem þolir þrýsting og klemmist ekki.
Ef alvara er í þessu þá er nokkuð einfallt að smíða kæligrind úr ryðfríu stáli og hafa td undir mölinni, með bakhliðinni eða í sump og láta kalt vatn renna í gegnum hana.
Jæja.. þá er hann dauður, hann stökk uppúr. Hann var búinn að lifa helvíti lengi eða meiri en mánuð. Ég hafði bara slökkt á hitaranum, vatnið var um 20-22°C. Hann var alltaf sprækur og var orðinn feitur. Ætla að reyna að verða mér út um annan.
Veit einhver hvar ég gæti auðveldlega fengið urriðaseyði? um 5-10cm langt?