Birtubúr... nýjar myndir 13.08.09

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

pípó wrote:Mér finnst best að vera bara með langa ryðfría skrúfu,er ekki til í að éta með sömu hnífapörum og fiskarnir :? Annars flottar myndir Ásta.
Já það er rétt. Það borgar sig ekki að taka sénsin á að diskusarnir fái einhvern óþverra. :-)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Vargur wrote:
pípó wrote:Mér finnst best að vera bara með langa ryðfría skrúfu,er ekki til í að éta með sömu hnífapörum og fiskarnir :? Annars flottar myndir Ásta.
Já það er rétt. Það borgar sig ekki að taka sénsin á að diskusarnir fái einhvern óþverra. :-)
Hehe ég held að nikotínið drepi nú allar sýkingar í mínum kjafti svo dískarnir þurfa ekkert að hræðast.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já veist. þetta er eflaust mesta snilldarhugmynd sem mér hefur verið gefið

setti gúrkubita ofaní með lítilli teskeið í gegnum og auðvitað sökk hann.. en ekki nóg með það... skeiðin heldur líka bardagakallinum uppteknum allt kvöldið! hann er alveg hættur að böggast í hinum fiskunum. hann er nuna á fullu að slást við spegilmynd sína í skeiðini!!! :lol: :lol: :lol: hehehe með fyndnara sem ég hef séð hann gera :)
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eftir allt góða veðrið sem hefur verið í sumar og er reyndar enn, var farið að kíkja eftir lífi í búrinu og jú, það er eitthvað þarna sem hreyfist.
Þó hefur eitthvað fækkað vegna óþrifa en vatnsskipti hafa verið í sögulegu lágmarki. Ég nenni nú ekki að fara að velta mér uppúr hversu mikið hefur fallið heldur skellti ég mér í Dýragarðinn þar sem strákarnir voru búnir að segja mér að ný sending ætti að koma í dag.
Það var eins og koma á litskrúðugt blómaengi að koma þar inn, þvílík litadýrð í búrunum og mikið líf.
Ég fékk mér 8 gúbbý en hefði vilja taka miklu meira, en maður er víst hættur að skíta seðlum núna... það kemur bara klink.
Síðan fékk ég gullfallegt BLÁTT fiðrildasíkliðupar í afmælisgjöf. Þvílíkt fallegir fiskar. Mér finnst liturinn ekki koma nógu vel fram á þessum myndum hjá mér en ég var nýbúin að sturta þeim í ljósmyndabúrið sem Mr. Plexý smíðaði fyrir mig... b.t.w. hvar er Mr. Plexý? I miss you.
En, sjón er sögu ríkari, þið getið skoðað þessa fiska í Dýragarðinum... algjört ÆÐI.

Þessu öllu til staðfestingar eru nokkrar myndir af fiskunum sem ég keypti í dag, þetta eru hraðsuðumyndir, kannski nota ég næsta rigningarkvöld til að taka betri myndir.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flottir Ram, kallast víst Electric Blue Ram. Alltaf gaman að fá myndir frá þér Ásta.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

sá þessa bláu í dag, þeir eru svakalegir :shock:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

flottir þessir bláu, frekar litlausir á þessum myndum en þessir fiskar eru bjútíful í stuði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Yep, eins og ég sagði þá var ég nýbúin að skella þeim í búrið úr pokanum þannig að þeir voru ekki að sýna sitt besta.
Leika nú á alls oddi og eru barasta flottir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply