54L búr í Barnaherbergi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

54L búr í Barnaherbergi

Post by henry »

Jæja

Fyrsta mynd af búrinu sem ég er að möndla saman fyrir strákinn minn. Juwel Rekord 60. Setti vatn í það á þriðjudag. Er með stóran (m.v. búrið) L-laga hraunmola í vinstra horninu, brotnum blómapotti í miðjunni, lítið grjót sem er með hvítum blettum hægra megin, og svarta möl sem ætluð er í hellugerð.

Á eftir að setja einhvern harðgerðan gróður í þetta búr. Nenni ekki að setja rót í búrið, nenni ekki gulu vatni.

Enn ekki alveg klár á því hvað fer í búrið. Hallast að pari af M. Ramirezi, nokkrum rummy nose tetrum, og pari af gull- eða albínó ankistrum. Svo kannski stykki bardagakall.

Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

flott búr
:)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk, þetta er að skríða saman :D
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Fór að skoða Fiðrildasíklíðurnar í LFS. Voru svo flott eintök að ég sprakk á limminu og keypti það sem ég tel vera kall og kellingu.

Tók EHFIsubstrat kúlur úr 250L búrinu og setti ofan á ullina á Juwel filternum til að tryggja að það væri allavega einhver flóra í búrinu. En ég veit að þetta var spontant og kjánalegt :)

Smellti af myndum í flýti:

Image
Óskýr mynd af kallinum að spenna
Image
Kallinn fyrir framan blómapottinn
Image
Kellingin

Þeir eru svaka hressir enn sem komið er. Hálfgerður dans í þeim, uggarnir á svaka motion og miklir litir. Hef ekki séð þær éta ennþá. Gaf þeim bara einhver 3 korn af Tetra Prima.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta eru kk og kvk :) kallinn er mjög flottur! Hlakka til að sjá hann í fullum litum!
Til hamingju með þessa :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Yay! :D
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Sá þau éta í dag. Prima kornin eru svolítið stór fyrir þau, þannig að þau þurfa að hafa fyrir þessu.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mínir dýrka blóðorma..eða bara brjóta tetra prima í smærri einingar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hvort ertu með þurra eða frosna blóðorma?

Annars borða þau alveg Prima. Þau þurfa bara að hafa svolítið fyrir þessu, ráðast á matinn og brjóta hann, synda með hann á fullu og svona.

Neonarnir í 250L búrinu gera þetta sama, bíta í og reyna að hrista hann í sundur. Ég gef bara Prima og nautshjarta í 250L. Reyndi einhverntíman að vera með flögur, en það leit enginn við því.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

frosna :) gef mínum þá bara öðru hverju, 2-3 í mánuði, allir fiskarnir mínir borða þá.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fallegt par sem þú hefur keypt og búrið ekki af verri endanum.
Hvað er stráksi gamall?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Verður 5 ára í haust :)

Ég er nokkuð sáttur við búrið. Hraunmolinn er holur við hornið þannig að það myndast hellir þar. Kallinn rak kerlinguna þangað um daginn og það virtist ekkert væsa um hana.

Tók steininn hægra megin og setti flatan stein í staðinn, svona spes fyrir þau ef þau skyldu vilja hrygna.

Verst það eru ekki til nema ræfilslegar plöntur fullar af þörung hérna í lókalnum. Tættur Anubias á rúman 4000 kall og svona gleði.. Þannig að það er ekkert komið af plöntum í búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er helvítis ra**gat að fá ekki nema draslplöntur.

Ég held það sé alveg skaðlaust þó ég segi þér að það er nýkomin plöntusending í Dýragarðinn, mikið af fallegum en ég veit ekki með prísana. Þeir myndu senda þér fyrir 1/2 orð.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Einmitt fínar, stórar anubias til hjá þeim á eitthvað um 2000kall. Ég fékk mér einmitt nokkrar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

mér finnst fáránlegt hvað plönturnar í Dýraríkinu á Akureyri er ógeðslegar :/ og svo kostar þetta allt morðfjár...einokun?? :?: :shock:
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja, fékk plöntur úr borg óttans.

Kominn javamosi, anubias (ein stór, og svo ein mjög lítil sem slæddist með), smá offshoot af vallisneria, offshoot af echinodorus bleheri, og smá af egeria densa.

Aðrir íbúar eru par af óskírðum fiðrildasíklíðum og einn eplasnigill sem hefur hlotið nafnið Snilli snigill.

Nýjar myndir:

Image
Image
Image
Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mohawk_8 wrote:mér finnst fáránlegt hvað plönturnar í Dýraríkinu á Akureyri er ógeðslegar :/ og svo kostar þetta allt morðfjár...einokun?? :?: :shock:
auðvitað einokun! ég hef keypt plöntur í dýraríkinu í hafnafirði og ef þær eru druslulegar þá hef ég fengið 2 fyrir 1. (plöntur sem ég hef ekki fengið annarsstaðar) það er enn til mikið af sendingunni sem dýragarðurinn fékk og lítur mjög vel út, ef þú þekkir einhvern í bænum sem er í fiskabransanum fáðu hann til að fara þangað, verslaðu í gegnum símann og láttu þá senda þér. tekur 1 til 2 daga og er ekkert mál fyrir plönturnar.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Kominn tími á nýjar myndir af búrinu. Tók þetta áðan, nýbúinn að skipta um vatn þannig að það er slatti af lofti í vatninu.

Heildarmynd
Image
Javamosi
Image
Anubias
Image
Pínu javamosi sem ég vona að verði að teppi með tíð og tíma.
Image
Vallisneria og sverðplanta
Image
Egeria densa
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

skiftir þú öllu vatninu út ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

sjást engir fiskar á myndinum?? Stressaðir eftir vatnsskiptin eða ertu búin að taka fiðrildasíklíðurnar upp úr?
Er kallinn alveg að láta kerlinguna vera? Ekkert bögg í gangi? Hef alltaf lent í veseni með að hafa 1kk og 1kvk saman í búri. Er með í búrinu mínu tvo kk og þeir fíla sig mjög vel saman.
Þetta á eftir að verða ágætasta búr hjá þér. Hvenær koma svo rummyarnir í hús?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Nei þetta voru bara 40% skipti. Bara kemur svo mikið af lofti úr garðslöngunni, verður alveg skýjað í smá tíma. Skipti samt yfirleitt um 20% í viku og nota fötu, en það er vesen af því að vatnsyfirborðið fer niðurundir intakeið á dælunni og powerheadinn fer að snúast þurr, þannig að ég prófaði núna að nota tvær garðslöngur, eina til að siphona vatnið úr og hina til að bæta í, en þetta er bara svo lítið búr að það er erfitt að stjórna þessu, tekur svona 4 mínútur að skipta um vatn :P

Fiðrildin eru þarna, en eitthvað stress þannig að ég náði ekki góðri mynd. Þetta er skársta:
Image

Kallinn rekur kellinguna stundum í hellinn sem hraunið myndar í horninu, annars eru lítið bögg. Rummyarnir koma þegar þeir eru fáanlegir, voru ekki til þegar ég ætlaði að panta síðast.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Laglegt!! Þessi steinn verður helvíti flottur þegar mosinn verður búinn að vaxa alveg utan um hann.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk. Já, vonandi. Er svona að bíða og vona að hann taki vaxtarkipp :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

:? Vá, ég er að verða seníll!
Last edited by Sven on 20 Sep 2009, 20:12, edited 1 time in total.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

henry wrote:Kallinn rekur kellinguna stundum í hellinn sem hraunið myndar í horninu, annars eru lítið bögg. Rummyarnir koma þegar þeir eru fáanlegir, voru ekki til þegar ég ætlaði að panta síðast.
Ég sá rummy nose í dýraríkinu í blómavali núna áðan, skoðaði reindar ekki verðið á þeim þar.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kemur bara mjög vel út hjá þér Henry. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

stebbi wrote:Ég sá rummy nose í dýraríkinu í blómavali núna áðan, skoðaði reindar ekki verðið á þeim þar.
Nú? Ég var þar í dag líka, sá þær ekki. Var reyndar mest að skoða rauða óskarinn.
Síkliðan wrote:Kemur bara mjög vel út hjá þér Henry. :D
Takk takk :D
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Reyndi að ná betri myndum af fiðrildunum. En þau eru eitthvað dán, hanga mikið aftarlega í búrinu og svona. Eitthvað aðeins styst lengdin á broddunum á uggunum á kallinum, voru orðnir helvíti virðulegir.

Veit ekki alveg hvað er að, en ég er að prófa gamla góða salt trixið athuga hvort það lagi stressið.

Kellingin
Image
Kallinn
Image

Svolítið grófar myndir, þar sem ég fékk þá ekki til að koma framar í búrið.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

er kerlingin ekki með óvenjulangan sporð?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Veit ekki, kemur það ekki bara svona út af því hún er með samanherpta ugga?
Post Reply