Langaði að deila ánægju minni með fleirrum, en ég var að fá sérpantaðan fisk frá Tjörvari og er ekki lítið ánægður með þennan fisk.
Hef eitt síðustu dögum í að leita af einhverju nýju til að lesa um Datnoid og hvað þarf að gera til að þeim líði vel í búrum, og hef séð fram á það að ég þurfi að losa mig við sumt sem er í 400l búrinu mínu! (sjá söluþráð seinna í kvöld)
Hann er frekar lítill um 8cm og get ekki beðið eftir að hann stækki, en datnoid stækka víst alveg ferlega hægt, tekur allt að 5 ár að ná fullri stærð.
Annars eru hér fyrstu myndirnar af honum:
Last edited by Kaladar on 20 Aug 2009, 22:58, edited 1 time in total.
Flottur, þetta er framtiðar monster.
Ég hef ekki séð þessa hér á landi og ef þeir hafa verið fluttir inn þá efast ég um að það finnist eintak á lífi í dag.
Andri Pogo wrote:fiskó flutti svona inn nýlega, 1 eða 2 stk, einn var amk lengi áfram í búðinni. veit samt ekki hvort það hafi verið sama tegund.
hann er merktur sem Datnioides microlepsis á síðunni hjá Tjörvari, er þetta samt ekki Datnioides pulcher ?
Þetta er ekki microlepsis og ekki pulcher, mig grunar helst að þetta sé Datnioides Undecimradiatus eða Northern Thai Tiger (NTT samkvæmt MKF)
Þannig það er rétt, hann er merktur rangt hjá Tjörvari miðað við þann Datnoid sem ég fékk. En ég var hvort sem er að spá í akkúrat þessa þrjá á sínum tíma svo mér er nokkuð sama þó ég hafi fengið NTT.
En annars er hér ágætis mynd sem sýnir munin á tegundunum:
Last edited by Kaladar on 21 Aug 2009, 08:40, edited 1 time in total.