flott gróðurbúr?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

flott gróðurbúr?

Post by lilja karen »

hvernig væri svona besta leið að gera það .. fra möl uppí ljós ?
þetta eru 200l :wink:
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég ætla að vera með í þessai spurningu :D
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tjah, viltu vera með erfiðar eða auðveldar plöntur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég vill hafa auðveldar en fallegar :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mölin skiptir ekki allt of miklu máli, nema að þú ætlir að fara að snobba og kaupa t.d. flourite möl sem er bara vitleysa eins og staðan er á krónunni, hún kostar næstum 1000kr. kílóið. Bara ekki kaupa möl með skeljasandi í.

Lýsingin fer alveg eftir því hvernig plöntur maður ætlar að hafa. Ef það á bara að hafa anubias, burkna og aðrar auðveldar plöntur, þá væri nóg að hafa 2 30W t8 perur yfir 200 lítrum. Ef ljósið er svo lágt er ekki nauðsynlegt að hafa kolsýru, en kolsýran verður nauðsynlegri eftir því sem það er meira ljós notað, það sama á við um næringuna.

Það þarf því eiginlega að skipuleggja allan búnað út frá því hvaða plöntur á að hafa. Þannig finnur maður út hvað þarf mikið ljós, og magnið af ljósinu ákvarðar svo hvort og hversu mikla kolsýru þarf og hvort það þurfi gróðurnæringu og þá hvað mikla.

Það er hægt að gera mjög flott gróðurbúr með auðveldum plöntum án þess að fara út í mikinn kostnað vegna lýsingar, kolsýru og næringar. Ég mundi helst mæla með því að byrja á auðveldum plöntum með litlu ljósi og fikra sig svo upp. Það er lang auðveldast að hafa stjórn á búri með lítilli lýsingu. Eftir því sem það er meiri lýsing, þeim mun auðveldara er að missa stjórn á búrinu og fylla allt af þörungi og viðbjóði.

Fínt að byrja 200 lítrana bara með 60-90W af t8 flúorljósi og e.t.v. DIY kolsýru. Fá sér svo anubias, einhvern burkna, vallisneriu og e.t.v. einhverjar cryptocoryne plöntur. Ef allt gengur vel þá er um að gera að prófa sig áfram með aðrar plöntur, meiri lýsingu og e.t.v. kolsýru á kút. Það er mjög auðvelt að drepa áhugann á gróðurbúrum með því að ætla sér of mikið í byrjun, sérstaklega með því að byrja á of mikilli lýsingu.
Það er heldur aldrei hægt að bæta einn af þessum 3 grunn-þáttum með öðrum, þ.e.a.s. lýsingu, kolsýru og næringu. Ef þú ert með of litla lýsingu, þá reddar maður sér aldrei með því að nota meiri næringu. Lykillinn að því að vera með gott og stabílt gróðurbúr er að halda jafnvægi á milli þessara þriggja þátta. Og þá er það alltaf lýsingin sem stýrir hinum.

Eruð þið með einhverjar mótaðar hugmyndir um plöntur? Hvað hafið þið hugsað ykkur að vera með mikla lýsingu?
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Ég ætla aðeins að fá að fylgjast með þessu, er einmitt að setja upp tvö búr og er með lifandi gróður. Annað búrið er pínulítið (ca. 25 ltr) og er bara með litla peru með tveimur svona vírum aftanúr (halogen?) en hitt er 54 ltr rena búr með 15w flúrperu. Ég setti egeria densa og einhverja plöntu sem ég þekki ekki en heitir Ludwigia í litla búrið... er einhver séns að það dafni?

Annars væri ég alveg til í einhvern burkna en hef ekki séð svoleiðis neinstaðar...
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

halogen perur eru arfaslakar fyrir gróður. egerian gæti þrifist, en verður örugglega frekar gisin. Ég geri ekki ráð fyrir að Ludwigian verði falleg, það eru þó til margar tegundir af ludwigium, sumar þurfa mjög mikið ljós, aðrar ekki svo rosalega mikið, þó meira en það sem þú ert með.
Post Reply