Elsku arró mín

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Elsku arró mín

Post by audun »

sælir, jæja er með stóra arrówönnu sem er barnið mitt og sá að hún hefur flysjað húðinni af flipunum tveim við munninn og það er kominn sveppur í þetta eða farið að mygla,
(svona hár) eins og ef maður sér myglaðan mat á borninum. hvað er hægt að gera í stöðunni á maður bara að láta þetta vera eða salta í búrið sem er fullt af íbúum eða fara í lyfjameðferð. þetta er ekkert að há henni að mér sýnist og borðar vel.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

fúngus?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

passa upp á vatnsgæðin, hafa þau 110%! og salta..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

já þetta er fungus. ég á held ég ekkert salt eins og er, hann er ekkert að fara að drepast er það nokkuð fram á mánudag. þarf að athuga hvort ég eygi ekki poka einhversstaðar. Er annars einhver sem getur selt mér skammt í 1100 lítra sirka
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

hagkaup í skeifunni er opið allan sólarhringinn. Skiptu um vatn og smelltu svo ca 1.5kg af salti núna og svo 1kg í viðbót á morgun (miðað við að þetta er 1100 lítra búr)

Fínt að hækka hitann líka um 1-2 gráður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

heyrðu hún er búin að missa annan flipann ætli hnn vaxi nokkuð aftur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

flipann? Ertu þá að meina annað "skeggið"? Ef svo er, þá fer það eftir hvað fer mikið af því, en yfirleitt verður það töluvert minna það sem vex aftur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

það er mikið farið af virkilega ljótt. er búinn að skipta um vatn og setja um 1300 grömm af salti. ætla að salta kíló á morgun eða 700 grömmin sem eru eftir sirka.
Image
Post Reply