Sæl og blessuð fróða fiskafólk!
Þetta er skemmtilegt og sniðugt spjall sem ég hef notað aðeins undanfarið til að reyna að undirbúa mig undir uppsetningu á búri.
Var að gefa 5 ára syni mínum 60 lítra búr í afmælisgjöf - svaka sæla með það auðvitað!:)
En svo viljum við standa okkur vel svo ekki verði hér mikið um sorg...
Búrið er sem sagt 60 lítrar, ég setti það af stað fyrir nokkrum dögum, skellti lifandi plöntum í og setti svo eitthvað bio nitrivec efni sem var mælt með í búð hér (fyrir norðan) sem mér skilst að eigi að auka vatnsgæðin fyrir fiskana.
Í dag komu svo með flugi 4 cherry barbar og 4 gull barbar sem var skellt í búrið og búrinu hálf pakkað inn áður en afmælisbarnið kom heim:)
Það hefur gengið vel so far, þeir földu sig mikið fyrst en hafa borðað og verið fjörugir í kvöld.
Þannig að það virðist ganga vel núna allavega en ég er sem sagt pínu stressuð yfir þessu t.d. með vatnsgæðin og langar þá helst að vita:
1. hvað er það sem ég þarf að fylgjast með svo ég taki eftir því ef þau eru ekki nógu góð?
2. hvenær ætti ég að gera fyrstu vatnsskipti og þá hversu mikið?
3. hvenær væri óhætt að bæta við fleiri fiskum? Hafði gert ráð fyrir að fá allavega einhvern ryksugufisk og kannski eitthvað fleira.
Jú og eitt annað, ég er búin að panta mér ammoniumæli sem á að festa utan á búrið, svona sætur límmiði... er það nóg eða ætti ég að eiga fleiri mælitæki?
Með fyrirfram þökk,
stressuð fiskamamma:)
Algjör byrjandi:) Stress yfir vatnsgæðum o.fl....
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
...passaðu að það er ekki sniðugt að hafa búrið við glugga
... ekki gefa fiskunum of mikið að borða því allur matur sem er ekki borðaður rotnar og eitrar vatnið, þeir eiga að klára matinn á 2-4 mín
...skiptu svona 30-40% af vatninu út fyrir hreynt vatn á svona 2 vikna fresti og hreinsaðu svampana í dælunni uppúr vatninu sem þú tekur úr búrinu
EKKI HAFA OF MIKLA TRÚ Á HREYNSIBÚNAÐINUM!!!
...Þú þarft að fylgjast með fiskunim þínum, hvernig þeir hegða sér og hvort þú sjáir eitthvað öðruvísi en þú heldur að það eigi að vera
...og eftir svona 3-4 vikur held ég að þú gætir fengið þér einhverja fiska
..
viewtopic.php?t=5736
... ekki gefa fiskunum of mikið að borða því allur matur sem er ekki borðaður rotnar og eitrar vatnið, þeir eiga að klára matinn á 2-4 mín
...skiptu svona 30-40% af vatninu út fyrir hreynt vatn á svona 2 vikna fresti og hreinsaðu svampana í dælunni uppúr vatninu sem þú tekur úr búrinu
EKKI HAFA OF MIKLA TRÚ Á HREYNSIBÚNAÐINUM!!!
...Þú þarft að fylgjast með fiskunim þínum, hvernig þeir hegða sér og hvort þú sjáir eitthvað öðruvísi en þú heldur að það eigi að vera
...og eftir svona 3-4 vikur held ég að þú gætir fengið þér einhverja fiska
..
viewtopic.php?t=5736
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
180L
54 L
Barbar eru venjulega mjög góðir byrjendafiskar og harðgerðir - þannig að þú hefur amk valið vel þar. Ég myndi hinkra í amk 1-2 vikur með að bæta við fiskum. Það er fínt að skipta um ca 20-40% vatn vikulega fyrstu 3-4 vikurnar á meðan bakteríuflóran í búrinu er að komast í gang. Eftir það ætti að duga að skipta um svipað magn á 10-14 daga fresti. Það fer þó aðallega eftir því hvað er mikið af fiskum í búrinu. Fyrstu vikurnar er líklega óþarft að hreinsa svampana í dælunni, en svo er gott að skola þá lauslega samhliða vatnsskiptum. Bara passa að hreinsa þá ekki of vel, og helst að skola þá uppúr fiskabúrsvatni, eða vatni í svipuðu hitastigi og búrið er.
Ammóníu þarf í raun ekki að mæla nema kannski allra fyrst þegar búrið er nýuppsett. Það er ágætt að eiga nítrat mælitest og kíkja á það öðru hvoru, því nítratið segir til um hvenær er kominn tími til að skipta um vatn. Svo þegar þú ert kominn með tilfinningu og rútínu með vatnsskiptin þá er yfirleitt nóg að skoða bara fiskana og hvernig þeir haga sér til að segja til um vatnsgæðin.
Ammóníu þarf í raun ekki að mæla nema kannski allra fyrst þegar búrið er nýuppsett. Það er ágætt að eiga nítrat mælitest og kíkja á það öðru hvoru, því nítratið segir til um hvenær er kominn tími til að skipta um vatn. Svo þegar þú ert kominn með tilfinningu og rútínu með vatnsskiptin þá er yfirleitt nóg að skoða bara fiskana og hvernig þeir haga sér til að segja til um vatnsgæðin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net