Já, lítur ansi vel út bara. Veistu hvað hún er stór í lítrum talið?
Svo er sniðugt að fylla tjörnina áður en maður festir dúkinn, þannig getur maður verið viss um að hann sé 100% lagstur á sinn stað og það verður ekkert álag á dúkinn þar sem hann er festur við grindina.
tjörnin er um 14þús lítrar, ég fattaði ekki þetta með að setja vatnið fyrst en ég togaði og reyndi að leggja dúkinn eins þétt og ég gat og svo eru brotin í hornunum sem gefa eftir vatnsþrýstingum. við erum komin með 2 koi og einn albinokattfisk sem Sóla á. hún fær heiðurinn að veiða hann uppúr þegar hann verður of stór! ég er komin með eina vatnalilju og langar í eitthvað aðeins meira.
Dælan, dúkurinn + froskur og 3 grindur fyrir plöntur voru til á góðu verði í Byko. engin uv ennþá, ég pæli í því næsta sumar þegar allt verður komið á kaf í þörung
einhverjar hugmyndir hvar er til tjarnargróður og kannski ódýr lýsing ofaní tjörnina?
komin með lýsingu í tjörnina, kemur hrikalega vel út þegar dimmir. væri til í fleiri plöntur en ég er ekki búin að finna neina búð sem er með neitt annað en vatnaliljur í augnablikinu.
70 cm dýpst, svo eru stallar sem eru grynnri, krakkarnir eru hálfir ofaní tjörninni, ekki spurning að vera með hana lokaða þegar maður er ekki tilbúinn að veiða börnin uppúr!
audun wrote:virkilega svalt. en ég get allveg staðfest það að hún er ekki 14 þús lítrar
ég var búin að reikna þetta oft og fannst þetta eitthvað grunsamlegt! hún er semsagt sennilega um 15 HUNDRUÐ lítrar. biðst auðmjúklega afsökunnar á vanvisku minni!
ég vona að kötturinn sé ekki að baða sig í tjörninni! það eru 3 koifiskar í henni, kattfiskurinn er ennþá minni en þeir. ef hann verður aggressívur þá set ég hann bara í tjörnina í reykjavík!
Kallinn var sendur út með hamar og meitil til að brjóta gat á ísinn á tjörninni. allavega tveir lifandi, einn sennilega dauður en eftir að glugginn gleymdist opinn í hobbíherberginu og ég hélt að allir endlerarnir væru dauðir þar sem þeir flutu um í hitaralausu búri þá trúi ég hverju sem er. veiði hann upp á morgun ef hann verður enn á sama stað. Hef ekki grænann grun hvernig kattfisknum líður, hann flýtur allaveganna ekki um.
búin að gefa einu sinni eftir að það fór að frysta og það var þegar hitinn fór í nokkra daga upp í 8 - 10 gráður. ég veit ekki hvert jafnvægið er, ég er að læra á þetta. ég var í raun alveg stein hissa að það væri eitthvað lifandi í tjörninni
welsinn drapst þegar hann fékk ferð í gegnum hreinsisugu..... hjálpaði ekki að ég sá hann ekki fyrr en 2 tímum seinna í grasinu, var reyndar lifandi þá en lifði ekki af. það eru núna 5 fiskar, 4 koi og einn gullfiskur. Ég var að fá hreinsifilter með uv svo að ég sé vonandi botninn á tjörninni fljótlega! ég var að óska eftir hugmyndum um foss í öðrum þræði, langar líka að setja fleiri plöntur, ef einhver á afleggjara!