"Teppaplöntur"

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

"Teppaplöntur"

Post by Pjesapjes »

Hvaða plöntur eru góðar sem svona "teppi" eins og t.d. hemianthus cuba..

Hvaða plöntur eru frekar auðveldar og hraðvaxta sem fást í búðum á klakanum?

Með fyrirfram þökk um vonandi góð svör =)
pjesi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flestar, ef ekki allar teppaplöntur eru frekar kröfuharðar og þurfa mikið ljós, viðbætt co2 og reglulegan áburð. Plöntugúrúarnir hérna geta etv ráðlagt þér með einhverja plöntu sem gæti komið í staðinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Almennt eru teppaplöntur erfiðar eins og Keli bendir á. Það er reyndar hægt að fá margar plöntur til að vaxa eins og teppi, þ.e.a.s. að vaxa til hliðar í staðin fyrir að vaxa upp með því að vera með nógu mikið ljós, þetta er t.d. hægt með ýmsar hygrophila plöntur.
En þegar maður er kominn með svona mikið ljós, eins og glossostigma og sérstaklega hemianthus cuba þurfa, þá er algerlega nauðsynlegt að vera með kolsýru, helst ekki lægra en 30ppm, gott að hafa 35-40ppm. Annars væri svona mikið ljós uppskrift af miklum þörungavandræðum.

Svo er reyndar hægt að nota amazon dvergsverðplanta, Echinodorus tenellus án þess að vera með mjög mikið ljós. Mundi helst mæla með henni.

En hvernig ljós og búnað ertu annars með?
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Post by Pjesapjes »

Sven wrote:
En hvernig ljós og búnað ertu annars með?
ég er með Juwel rekord 60... bara standard peru. ætla svo að setja upp DIY co2 kerfi, þarf bara að redda mér co2 stiga fyrir "co2 bólurnar" veistu hvaða perur passa í þessi búr? þetta eru t5 perur og búrið er 60 cm á lengd.. langar mjög mikið í einhverja sterkari peru fyrir plöntur.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það passar svosem engin önnur pera í nema þú bara rífir lokið í sundur og látir hana passa :) Þetta telst sem lítið ljós og því áttu eftir að vera í vandræðum með að vera með erfiðari plöntur. Einnig er diy co2 yfirleitt ekki nóg til að vera með þær.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Undir þessu ljósi mundi ég bara mæla með echinodorus tenellus, Glossostigma og HC þurfa meira ljós og meiri kolsýru eins og Keli bendir á.

Eru ekki eitthvað fönkí perustærðir í juwel búrunum? Þú þarft bara að finna hversu mörg wött peran er, þá passa allar t5 perur með sama watta fjölda í perustæðið.
Post Reply