Ég er búinn að vera með nokkra gullfiska í tjörninni hjá mér. Einn þeirra byrjaði fyrir svona ári að fá hvíta blöðru á hliðina á sér. Núna er hún orðin helvíti stór og ég var að spá í hvað ég ætti að gera við hann. Hann er um 13 cm og um 2 ára.
Hann borðar eðlilega, hreyfir sig eðlilega og er ekkert slappur.
á ég að fara í skurðaðgerð? þ.e að taka hann uppúr og skera þetta af. Ef ég gerði það hvað ætti ég að setja í sárið? Ætti ég ekki að setja hann í svona "recovery tank" með heitara vatni og salti
Mæli ekki með því að skera þetta af sjálfur, hef gert það 1nu sinni og það blæddi töluvert úr því, þetta er fullt af æðum og þ.a.l. mikið blóð í þessu, myndi einfaldlega lóga honum. Þetta er með því mesta sem ég hef séð.