Æxli

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Æxli

Post by helgihs »

Ég er búinn að vera með nokkra gullfiska í tjörninni hjá mér. Einn þeirra byrjaði fyrir svona ári að fá hvíta blöðru á hliðina á sér. Núna er hún orðin helvíti stór og ég var að spá í hvað ég ætti að gera við hann. Hann er um 13 cm og um 2 ára.

Hann borðar eðlilega, hreyfir sig eðlilega og er ekkert slappur.

Er þetta hættulegt fyrir hina fiskana?

Image

Frekar ógeðslegt

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú getur lítið gert í þessu, nema kannski skurðaðgerð :)

Þetta ætti ekki að vera smitandi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ekki óalgengt á gullfiskum og oftast talið meinlaust. Þetta er þó það svakalegasta sem ég hef séð.
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

á ég að fara í skurðaðgerð? þ.e að taka hann uppúr og skera þetta af. Ef ég gerði það hvað ætti ég að setja í sárið? Ætti ég ekki að setja hann í svona "recovery tank" með heitara vatni og salti
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Mæli ekki með því að skera þetta af sjálfur, hef gert það 1nu sinni og það blæddi töluvert úr því, þetta er fullt af æðum og þ.a.l. mikið blóð í þessu, myndi einfaldlega lóga honum. Þetta er með því mesta sem ég hef séð.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply