Vantar gott vatn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Vantar gott vatn

Post by Sven »

Operation fjölga svartneon er ekki að ganga nógu vel. Þeir hrygna á fullu, en eggin virðast ekki klekjast þar sem að vatnið er ekki rétt hjá mér. Ég hef ekki náð sýrustiginu lægra en 8,6 þó að ég sé með 2 rætur í búrinu og mó í dælunni.

Hef ekki notað hitaveituvatni í búrið, heldur bara kalt vatn sem hefur staðið þar sem að ph-ið í hitaveituvatninu er nokkuð hærra. Ég geri þó ráð fyrir að það sé einfaldlega svo mikið af uppleystum efnum í kalda vatninu hjá mér að ég nái ph-inu ekki neðar án þess að nota kolsýru í vatnið, sem ég vil ekki gera og held að það mundi heldur ekki virka þar sem að harkan í vatninu yrði væntanlega enn sú sama.

Hvernig stendur á þessu háa ph-i hjá mér. Ég hélt að þar sem að vatnið hjá okkur á nú að vera mjög "mjúkt" þá eigi sýrustigið að falla tilfölulega fljótt ef vatnið stendur í smá tíma?
Mig vantar góð ráð til að ná sýrustiginu niður án þess að nota kolsýru og enn síður eitthvað Ph- sull.
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: Vantar gott vatn

Post by Pjesapjes »

sjóða vatnið áður en þú setur það í búrið? eða er ég að bulla :/ ég er reyndar líka með frekar hátt ph... :/
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

gæti þetta eithvað hjálpað þér, ef þú ert ekki nú þegar búinn að sjá þetta

http://www.youtube.com/watch?v=dYO4WLx9Ze0
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Pæling að kaupa vatn útí búð? Það er eitthvað af uppleystum efnum í því, en harkan ætti samt að vera í minna lagi. Annars veit ég ekki, kannski er hægt að fá eimað vatn einhversstaðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hebbi: Búinn að sjá þetta vídjó. Ég er með önnur vandamál.

pjespjes: virkar ekki að sjóða vatnið.

Mér datt einmitt í hug að prófa að kaupa vatn og sjá hvernig það er, tími bara varla að vera að kaupa vatn fyrir fiskana, þá fyrst held ég að frúin mundi fara að láta heyra í sér:)

Annars er KH og GH náttúrulega ótrúlega lágt í íslensku vatni og því hélt ég að sýrustigið ætti að falla frekar fljótt þegar vatnið væri látið standa, það virðist ekki gerast.

Ég prófaði svo að taka 10 lítra fötu með stöðnu vatni, Ph var 8,3 til að byrja með. Dældi svo kolsýru í fötuna í 2 tíma og þá var Ph fallið niður í 5,8. Lét vatnið svo standa aftur yfir nótt, og þá var Ph 6,8

Þýðir þetta ekki bara að það sé nákvæmlega enginn Ph buffer í íslensku vatni og sýrustigið breytist mjög auveldlega? Ég er að hugsa um að prófa bara að syra vatnið svolítið með kolsýru, setja það í hrygningarbúr, skella tetrunum í það yfir nótt og sjá hvað gerist.
Enda skilst mér að það sé ekki sýrustigið sem segi til um hvort eggin klekjist, heldur harkan.
Ég mæli hörkuna í stöðnu kranavatni og GH var 15ppm og KH 20ppm, sem er mjög lágt miðað við það sem maður heyrir af vatni í mörgum útlöndunum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það væri kannski ráð að prófa að safna rigningavatni og sjá hvort niðurstaðan væri önnur.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Er ekki hægt að nota efni til að ná þessum árangri?

Það voru til hjá tjörvar dúnkar af efni ætlað í þetta. Man ekki alveg hvað það hét en það var í þessum stíl og ætlað fyrir tetrur:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... cts_id=418
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Vargur: Ég hugsaði þetta einmitt líka með rigninguna, það væri sennilega besti kosturinn, ég nenni bara ekki að fara út í þær framkvæmdir :roll:

Ragnar: Varðandi efnin, þá hef ég takmarkaða trú á því að það virki, þar fyrir utan er þetta ætlað fyrir hart vatn, en vatnið hjá mér og okkur flestum er einmitt mjög mjúkt. Spurning þó hvort þetta virki sem góður buffer á vatnið og haldi því stabílu. Ég skoða þetta e.t.v. eitthvað frekar, ég er bara mjög skeptískur á að nota flest viðbótarefni. Au natural er my thing : þegar kemur að fiskunum :)
sá gamli
Posts: 8
Joined: 20 Feb 2009, 12:12

vatn

Post by sá gamli »

Í Hafnarfyrði renna tveir lækir í einn, engin fiskur þrífst í öðrum þeirra en mikið líf í hinum, annar kemur undan hrauninu frá kaldárseli og rennur í gegnum hraun alla leið niður að byggð, það inniheldur mikið af steinefnum og er í harðara kantinum, ég hef aldrei séð fisk þarna, en rétt fyrir neðan brú þar sem lækirnir renna saman, sá sem kemur frá urriðakotsvatni kemur greinilega með rétta sýrustigið og hörkuna, þá lifnar lækurinn við og í gamla daga kringum 65 þá mok veiddist frá þessum blöndunarstað og alla leið niður að sjó. þetta er einstakur staður og mjög merkileg saga Hafnarfjarðar þar sem lækurinn kemur upp úr jörðinni. Spennandi væri að mæla vatnsgæðin í báðum lækjum og meta síðan. Kranavatnið okkar í RVK kemur hvaðan, í gegnum hraun? mælum í Hf. og sjáum muninn. kannski er fosfór eða brennisteinn of hár. spyrjum háskólavefinn.
Elís H.
Post Reply