Árásagjarnir fiskar

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Árásagjarnir fiskar

Post by Gudjon »

Ég var að hugsa um hvort fólk vildi segja frá hvaða tegund væri framúrskarandi árásagjörn í búrunum hjá sér

Hjá mér er firemouth kallinn afskaplega leiðinlegur og rífst og skammast út í allt og alla, síðan koma Midas síkliðurnar fast á hælum hans
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Salvini sér um þennan málflokk í mínu búri enda eini fiskurinn sem er með greinileggt afmarkað svæði og það fer bara eftir dagsforminu hverjir mega þvælast um þær slóðir.
HLH
Posts: 40
Joined: 07 Feb 2007, 05:36
Location: Kópavogur

Post by HLH »

Brichardi parið sem ég var með í gamla sá alveg um það að leggja undir sig allt búrið (þó að þeir væru minnstir) og sá eini sem hafði eitthvað í þá að segja var kk brúsknefur sem var 2 x stærri en þeir :p :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allir fiskar vinir hjá mér.

Einn mesti durturinn sem ég hef átt er Melanochromis auratus.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

convict seiðin mín tvö ráða hreinlega litla búrinu mínu maingano fiskarnir byrjuðu að hrella þá fyrst en svo fór stærra convict seiðið að narta til baka og núna eru maingoarnir mikið í felum en convictarnir á iði um allt búr :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Einusinni slysaðist ég til að kaupa dovii par... Þau voru viðbjóðslega grimm.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

svona afþví að ég er með tiltölulega ,,rólegt" búr þá er það bara
SAE gæjinn/gellan mín :lol:
Kolklikkuð tekur dvergsíkliðurnar og diskusana í nefið :?
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

~*Vigdís*~ wrote:svona afþví að ég er með tiltölulega ,,rólegt" búr þá er það bara
SAE gæjinn/gellan mín :lol:
Kolklikkuð tekur dvergsíkliðurnar og diskusana í nefið :?
mátt selja mér gæjann og gelluna :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nýi Green terrorinn minn er kolvitlaus í skapinu, hann böggast í öllum og hjólar í fiska sem eru 7x stærri en hann.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Birkir wrote:Salvini sér um þennan málflokk í mínu búri enda eini fiskurinn sem er með greinileggt afmarkað svæði og það fer bara eftir dagsforminu hverjir mega þvælast um þær slóðir.
Tek undir þetta hjá Birkir. Er með átta stykki Salvini en það er eitt par sem stjórna öllu i búrinu hjá mér.
En annars þrælflottur og skemtilegur fiskur.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

keli wrote:Einusinni slysaðist ég til að kaupa dovii par... Þau voru viðbjóðslega grimm.
Og hvernig endaði það :shock:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það endaði með einu dovii pari í 500 lítra búri og ekkert annað :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Birkir wrote: mátt selja mér gæjann og gelluna :P
kvikindið heldur hárþörungi alveg niðri, tími ekki að missa villingin,
hef verið að spá í að bæta fleirum við og vonast til að það verði meira bögg
innan tegundarinnar eftir það :mrgreen:
Image
Post Reply