Bölvað búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Bölvað búr

Post by Snædal »

Já ég held að ég hafi lent í bölvun með búrið mitt. Tók ógurlegan langan tíma að setja það upp því það klikkaði alltaf eitthvað og mikil bið var eftir fiskum. Líklegast er þetta þo einhvern vegin mér að kenna en ég skil ekki hvað það er sem ég hef gert rangt.

Ok, ég hef sett í þetta búr samtals 17 fiska. Það búa í því 8 fiskar í dag og búrið er hálfs árs gamalt ca. Af þessum 17 að þá eru 6 sem hafa verið í því frá upphafi. Aðeins tveir SAE hafa verið settir í þetta en annars bara dvergsiklíður. Ég hef því séð mjög eftir þeim.
Þetta byrjaði með 12 fiskum. Allir fóru þeir strax í felur og ég sá lítið af þeim fyrstu vikuna. Svo endaði það með því að 8 fiskar komu út. Þeir voru allir sprækir í langan tíma. Ætli það sé ekki 5-6 vikur einn af þeim hvarf en viku seinni hvarf annar. Sýndu samt engin einkenni, syntu venjulega, ég sá þá borða.
Svo er það held ég tvær vikur síðan ég bætti við 5 fiskum við í viðbót. 3 af þeim hafa dáið, allir dvergsiklíður. Fóru allir á mismunandi tímum. Sá seinasti bara í fyrradag. Sá seinasti sem dó er sá eini sem ég hef séð hegða sér skringilega. Hann synti eins og hann var í vímu. Fór á hvolf og synti brenglað. Ég hins vegar sá aldrei líkið af honum eins og af öllum öðrum sem er skrýtið því ég hef alltaf tekið upp rótina til að kíkja undir hana og í rifum. Sé ekki fyrir mér að það er einhver súperdúper felustaður sem hefur farið framhjá mér.

Ég einfaldlega þori ekki að setja fleiri fiska í þetta búr. Allir meðlimir búrsins eru hörkuduglegir sundmenn, sýna öll merki venjulegs fisks af sinni gerð og koma alltaf upp þegar þeir sjá handlegginn nálgast matinn.
Ég gef ekki mikið. Lærði af mistökum á hinu búrinu. Fiskarnir þar drápust alls ekki heldur urðu bara chubby.
Vatnaskilyrðin finnst mér góð. Lyktin er ekki skrýtin, ég skipti samviskusamlega um vatn í hverri viku, eða 7-10 fresti.

Gæti þetta verið stress? Fiskarnir hafa það ekki í sér að drepa hvorn annan. Of litlir til að geta gleypt hvorn annan. Hins vegar eru þetta fiskar sem vilja sitt svæði og karlkynið er yfirráðandi. Ég alla vega hlusta á allar hugmyndir.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hafa fiskarnir sýnt einhverja óeðlilega hegðun rétt áður en þeir deyja? Eins og þessi sem synti eitthvað furðulega eins og hann væri í vímu áður en hann dó?
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Sven wrote:Hafa fiskarnir sýnt einhverja óeðlilega hegðun rétt áður en þeir deyja? Eins og þessi sem synti eitthvað furðulega eins og hann væri í vímu áður en hann dó?
Hef ekki orðið vitni að neinum öðrum verið þannig. Bara hafa hreinlega horfið á innan við sólarhring. Þ.e.a.s. hafa verið eðlilegir og svo innan við sólarhring ekki sést aftur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskar sem drepast hverfa oftast fljótt.
Ef nýjir fiskar drepast hjá þér á fyrsta sólarhring þá er líklegt að nitratið sé of hátt í búrinu. Nitraðið byggist upp og fiskar sem eru fyrir í búrinu hafa náð venjast því en nýjir fiskar drepast fljótlega.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég er með tvo Ramirazi og þeir eiga það til að fela sig. földu sig það vel að ég rótaði um allt búr og fann annan bara alls ekki. var ekki búinn að sjá hann í viku. hélt að það væri bara búið að éta hann, en síðan byrtist hann bara aftur stuttu seinna (1-2 dagar). þetta er kannski ekki málið hjá þér. vildi bara koma þessu frá mér. :P
Post Reply