Hversu marga fiska má ég hafa í 160-180L

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Hversu marga fiska má ég hafa í 160-180L

Post by Porto »

Er að öllum líkindum að fara að starta 160-180L síkliðubúri en veit eki alveg hve marga fiska ég má hafa í því. Langar í fiska eins og t.d. Labidochromis caeruleus(yellow lab.), Kingsizei, Melanochromis johanni, Blue Acara, Brichardi og jafnvel Convict. Ég veit vel að ég get ekki haft þá alla því það væri skemmtilegra að fá sér pör af einhverjum af þessum tegundum og því væri fínt að fá að vita frá ykkur sem hafið reynslu að síkliðum hve marga ég gæti haft. Langar mest í Yellow lab. og Kingsizei þannig að hinar tegundirnar gætu verið svona til hliðsjónar.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þetta er frekar lítið búr til að vera með mikið af sikiliðum, kingsizei getur verið plássfrekur er það allavega hjá mér í 325 en ég er með um 20 malawi í því búri og það má ekki vera meira vegna pláss leysis. Gætir sett par af kingsizei, par af yellow lab og td. par af Flavus. á allþessa fiska til en bara sem seiði ef þú hefur áhuga er að selja stk á 500 kall.
Ef þú ætlar hinsvegar að fara í amerískar síkiliður þá eru þær yfirleitt mikð stærri og plássfrekari. Ég myndi persónulega ekki blanda saman amerískum og Afrískum en það gera það margir samt.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mæli með 1 kk og 2-3 kvk af hverri tegund af afrískum, í þetta litlu búri er annars líklegt að kk drepi kerluna ef hún er bara ein.
10-12 stk af afrískum er ágætt í 160-180 l búr.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Takk kærelga fyrir ráðleggingarnar, ég tek þetta til greina og vel saman þegar að nær dregur. Fer samt að öllum líkindum að þínum ráðum Malawi og hef bara Afrískar síkliður og hef þá samband við þig þegar að mig vantar fiskanna :)
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Vargur þú talar um að KK drepi KVK ef að þær eru einar, nú kaupi ég fiskana að öllum líkinum sem seiði er einhver séns að kyngreina þau? Eða þarf ég bara að kaupa 3-4 af hverri tegund til að vera nokkuð öruggur?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Porto wrote:Vargur þú talar um að KK drepi KVK ef að þær eru einar, nú kaupi ég fiskana að öllum líkinum sem seiði er einhver séns að kyngreina þau? Eða þarf ég bara að kaupa 3-4 af hverri tegund til að vera nokkuð öruggur?
best að kaupa nokkur og velja svo fallegustu einstaklingana úr.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

KK... en hve langur tími þarf að líða þangað til ég má setja síkliðurnar í búrið sem seiði ef að allir fiskarnir eru seiði? Var að pæla hvort ég ætti að setja 2 kina super red fiska úr 40 lítra búrinu mínu til að koma af stað flóru í búrinu og þá hve lengi?
Post Reply