Ég pínu fúll yfir sverðplöntunum mínum. Voru flottar þegar ég fékk þær fyrst (byrjun maí) en svo drápust fullt af blöðum og ég snyrti þær vel. Núna eru þetta frekar ræfilslegar og litlar plöntur sem vaxa hægt og eru frekar ómerkilegar. Sem er skrýtið fyrir mér, því ég hélt þetta væru einfaldar og harðgerðar plöntur sem þyldu háan hita lágt ljósmagn o.fl., sem var ástæðan fyrir að ég valdi þær.
Ég er með 2x39W 10000K T5 perur í 250L búri, venjuleg fiskabúramöl. Eini áburðurinn sem ég nota eru 3 rótartöflur dreift um búrið mánaðarlega. Vikuleg vatnsskipti, yfirleitt stór og nota botnsugu því ég gef nautshjarta. Hlífi samt plöntunum fyrir sugunni, út af rótunum og rótartöflum. Engu CO2 bætt við, og ég nenni ekki að standa í því núna, ekki fyrr en ég fjárfesti í kút og svoleiðis.
Vallisnerian sem ég er með vex og dreifir sér eins og andskotinn.
Hvað get ég gert? Myndi hjálpa vextinum ef ég myndi safna þeim saman í eitt búnt, eða er málið bara að það sé of stutt síðan ég gróðursetti þær?
Hægt að sjá þessa þróun á myndum og myndböndum hér.
Echinodorus bleheri
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
það er svaka munur á plöntunum hjá þér!
Fyrsta myndin (bls1)
plönturnar hægra meginn
mynd tekin á bls 3.
kannski eru þær ekki að fíla sig í grófri möl? Eða þá að það sé of bjart þar sem hún er? Kannski þjáist hún af járnskorti, virkar soldið gul á seinni myndinni... bara gisk..
Fyrsta myndin (bls1)
plönturnar hægra meginn
mynd tekin á bls 3.
kannski eru þær ekki að fíla sig í grófri möl? Eða þá að það sé of bjart þar sem hún er? Kannski þjáist hún af járnskorti, virkar soldið gul á seinni myndinni... bara gisk..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Mín reynsla með amazon sverðplöntur er að þær geta verið heillengi að detta almennilega í gang. Ég hef ekki þurft að gefa þeim neina næringu, og þessi birta ætti að vera í góðu lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Lenti í sama vandamáli með mína sverðplöntu. Var alveg hrikalega stór þegar ég fékk hana svo fóru blöð að drepast og við minnkuðum hana um helming. Var þannig í alveg mánuð ef ekki meira og svo núna á síðustu 2 vikum hefur hún stækkað upp í nær þá stærð sem við fengum hana í. Tók svona svakalega við sér og maður sér hana liggur við stækka . En við erum með enga botnnæringu að ráði, held að hún sé búin úr botninum en við gefum næringu í vatnið, heitir Giovanni's næring, erum með minnir mig Trace og eitthvað annað. Þetta gefum við nokkra mL á dag í 180L búrið og plönturnar hafa tekið alveg svakalega við sér eftir þetta. Vorum alltaf að spá í að fá okkur alvöru CO2 kerfi en eftir að við fórum að nota það þá finnst okkur ekki þörf á því nærrum því strax Plönturnar allar fallega grænar og vaxa vel, en áður voru þær hálf dauðar bara :S
200L Green terror búr
Ég hef lent í þessu. Ef þessi planta hefur verið ný í búðinni þá er ekki ólíklegt að hún hafi verið ræktuð á þurru landi, þ.e.a.s. bara í miklum raka. Þá verða plönturnar alveg bjútífúl og algerlega þörungalausar. Þegar þessum plöntum er svo dömpað í vatn, þá tekur svolítinn tíma fyrir þær að aðlagast því, þær fella því oft slatta af blöðum og þeim vex svo aftur ný....í mörgum tilfellum. Mér finnst líklegast að þetta sé málið þar sem að sverðplöntur eru ekki beint kröfuharðar.
Já, þetta eru plöntur frá Tropica. Mér skilst af einum sem hefur farið í skoðunarferðir um Tropica að þeir rækti nær allt á yfirborðinu í miklum raka. Örugglega ódýrara fyrir þá þannig. Er þetta þá bara málið? Plantan drukknar í búrinu hjá manni og lifnar síðan ekki aftur við fyrr en eftir einhverja X mánuði?
Ég er nokkuð viss um að allir plönturæktendur geri þetta. Miklu einfaldara að framleiða plöntur í miklu magni þannig.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ég las einu sinni að sverðplöntur (og aðrar plöntur) væru gjarnar að fá göt á sig út af því að nitrit nær að safnast saman í plönturnar. Þá byrja þær að eyðileggjast (götin á laufunum) lítil og jöfn vatnsskipti ætti að laga þetta vandamál. Veit samt ekki hvort að það eigi við plönturnar þínar.
Skrítið hvað sverðplönturnar þrífast illa hjá þér. Er með 2x sverðplöntur í mínu búri, 1x í 240L búrinu, 1x í vinnustaða búrinu hjá mér og 1x í 230L búrinu hjá frænku minni og hef aldrei lent í neinu veseni með plönturnar. Einstaka lauf verða götótt en ég fjarlægi þau yfirleitt strax.
Skrítið hvað sverðplönturnar þrífast illa hjá þér. Er með 2x sverðplöntur í mínu búri, 1x í 240L búrinu, 1x í vinnustaða búrinu hjá mér og 1x í 230L búrinu hjá frænku minni og hef aldrei lent í neinu veseni með plönturnar. Einstaka lauf verða götótt en ég fjarlægi þau yfirleitt strax.
Last edited by Elma on 26 Sep 2009, 22:49, edited 1 time in total.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L