Tunnudælan lekur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Xeon
Posts: 36
Joined: 19 Nov 2008, 22:16
Location: Akranes

Tunnudælan lekur

Post by Xeon »

ég var í kvöld að græja 300l búr sem eg er ný búinn að fá og gekk það allt að óskum. nema að tunnudælan sem ég er með tetratec 1200 lak með haldföngunum á hliðunum. og þá fór ég í það að tæma tunnuna og setja allt saman á ný en það helt áfram að leka. vitið þið hvað gæti verið að orsakað þetta. of það var allt vel loka á dælunni sjálfri
KV frá Xeon
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég rakst á þennan þráð fyrir nokkru þegar ég var að spá í að kaupa notaða TetraTec 1200 dælu: http://www.theoscarspot.com/viewtopic.php?f=5&t=16468
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta er í oftast bara drulla sem safnast á þétti hringinn sem er í lokinu og drullan hleypir vatni út, oft virkar að taka þennan borða úr og renna fingrunum yfir hann og skoða hvort hann sé farinn að morkna/tærast og setja aftur á sinn stað ef hann er heill

Oftast er feiti á þessum þétti borðum þannig að sniðugt er að skola þá undir köldu vatni svo að feitin hverfi ekki
Kv. Jökull
Dyralif.is
Xeon
Posts: 36
Joined: 19 Nov 2008, 22:16
Location: Akranes

Post by Xeon »

takk fyrir þessar uppl verð að prufa að gera þetta eftir vinnu í dag og sjá hvort þetta dugar ekki, en ef þessi hringur er orðinn lelegur hvar gæti ég fengið svona nýjan hring!
KV frá Xeon
User avatar
Kaladar
Posts: 63
Joined: 06 Apr 2009, 00:04

Post by Kaladar »

Xeon wrote:takk fyrir þessar uppl verð að prufa að gera þetta eftir vinnu í dag og sjá hvort þetta dugar ekki, en ef þessi hringur er orðinn lelegur hvar gæti ég fengið svona nýjan hring!
Prófaðu að tala við þá í dýragarðinum, held að þeir eigi varahluti í Tetru dælur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kúlulokarnir í inn- og úttaks stykkinu eru oft gallaðir, vatn dropar upp með lokanum og rennur síðan niður og kemur undan haus dælunar.
Þessi leki sést á inn- og útaksstútnum þegar dælan er í gangi.
Ef það er málið þá skaffar innflytjandi dælunar nýtt stykki.
Xeon
Posts: 36
Joined: 19 Nov 2008, 22:16
Location: Akranes

Post by Xeon »

Jæja þá er búið að prufa að þrífa gúmý hringinn (þettinguna) virkaði í ca 5 mín og fór þá að leka aftur. þannig að væntanlega er þetta gúmý hringurinn sem er farinn. þannig að næsta spurning hvar þær maður svona gúmý þettingu og hver er með umboð fyrir þessar dælur
KV frá Xeon
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Getur prófað að þurrka og setja hreint vaselín á þéttinguna. Ég geri það við O-hringinn í dælunni hjá mér. Annars ættu þeir í Dýragarðinum að geta reddað þessu. Svo gæti þetta líka verið lokarnir, eins og Vargur talar um og linkurinn sem ég peistaði. Þá ætti Tetra að senda þér varahlut kostnaðarlaust, þar sem það er galli.
Xeon
Posts: 36
Joined: 19 Nov 2008, 22:16
Location: Akranes

Post by Xeon »

ég prufaði að senda meil út og sjá hvað kemur út úr þessu en takk fyrir alla aðstoðina
KV frá Xeon
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

ertu með aðra dælu??, og hvar er þessi dæla Keypt upphaflega??
Ace Ventura Islandicus
Xeon
Posts: 36
Joined: 19 Nov 2008, 22:16
Location: Akranes

Post by Xeon »

Nei ég er bara með þessa dælu og veit ekki hvar hún var keypt en er að reyna að komast af því hvar hún er keypt
KV frá Xeon
Post Reply