Slöpp Aphistogramma hrygna.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Slöpp Aphistogramma hrygna.

Post by Elloff »

Hvað gæti verið að? Hún liggur kyrr á sama staðnum tímunum saman, ég fæ ekki séð að hún éti, er búin að vera svona í 3 daga. Hún lítur samt sem áður ekki illa út, dökki liturinn í skrokknum á henni er reyndar óvenju áberandi og mér þykir hún vera nokkuð gild.
Ég hækkaði hitann um 4-5 gráður í gær og skellti bolla af salti út í (250 lítra búr) Allir aðrir fiskar í búrinu eru hinir hressustu.
Vonandi getur einhver gefið mér ráð.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ertu búinn að vera duglegur að skipta um vatn? Apistogramma dvergsíklíður eru viðkvæmar fyrir lélegu vatni. Annars gæti verið svo mikið að, það er ekki eðlilegt að fiskur hangi dögum saman við botninn. Líklegast gefur hún upp öndina fljótlega..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Ég tók ca 50% vatnsskipti f. 2 vikum ásamt að taka bómulinn í dælunni, kallinn hennar hefur það amk fínt í búrinu.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gera svona 30-50% vatnsskipti í hverri viku. Þá ætti vatnið að haldast mjög gott.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply