Grænt vatn :(

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Ztella
Posts: 4
Joined: 16 Jun 2009, 22:34

Grænt vatn :(

Post by Ztella »

Hæhæ
Ég er frekar ný í fiskamálum og vantar aðstoð frá ykkur reyndu. Ég er með 125l búr sem var sett upp í júní. Búrið hefur verið rosalega fallegt þangað til fyrir svona 3 vikum þá varð vatnið allt í einu grænleitt sem eykst bara og eykst :?
Ég er búin að myrkva búrið algjörlega í 4 sólarhringa, gefa þeim sáralítið að éta og gera mörgum sinnum vatnaskipti en þetta verður strax aftur grænleitt :cry: T.d sést varla í bakgrunninn núna, þetta er eins og grænleit þoka.
Endilega gefið mér ráð mig langar svo að ná búrinu flottu aftur.
Takk takk
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þú þarft að finna orsökina fyrir þessu. Grænt vatn stafar af of miklu ljósi og of miklu af næringarefnum í vatninu. Þetta er reyndar alveg ágæt lífvera, því hún nærist á einhverju sem myndi annars skaða fiskana þína, en þörungurinn sem slíkur hefur engin slæm áhrif á fiskana. Þetta er bara útlitslegt vandamál. Getur verið vesen að losna við þetta því þörungurinn getur skipt um efni sem hann nærist á, og er mjög harðgerður.

Staðsetning búrsins gæti valdið þessu, ef sólarljós nær að skína á búrið. Gætir þurft að færa búrið eða setja myrkvagardínur fyrir glugga. Of mikil fóðurgjöf er líklegasta orsökin. Eða gróðurnæring í röngum hlutföllum eða of miklu magni. Athugaðu líka hve lengi er kveikt á ljósum í búrinu, ágætt að hafa kveikt í 8-9klst, ekki lengur.

Til að losna við þetta þarftu að framkvæma stór vatnsskipti, myrkva því næst búrið gjörsamlega og halda því myrkvuðu í 4 sólarhringa. Ég nota t.d. ruslapokarúllu og klæði búrið allan hringinn og festi með límbandi. Meðan á myrkvun stendur á ekkert að gefa. Alls ekkert. Að því loknu framkvæma stór vatnsskipti, hreinsa möl og skipta um filterull í dælunni þar sem hún er líklegast orðin ógeðsleg af dauðum þörungi.

Ef aðstæður eru réttar þá ættu vikuleg vatnsskipti að halda búrinu góðu.

Til að vera viss um að gefa ekki of mikinn mat væri sniðugt að helminga það sem þú gefur venjulega og gefa bara einusinni á dag. Yfirleitt gefur fólk fiskum alltof mikinn mat, og þeir komast af með mun minna en maður myndi ætla. Góð regla er að fiskarnir klári allan matinn á 2 mínutum og það verði ekkert eftir.
Ztella
Posts: 4
Joined: 16 Jun 2009, 22:34

Post by Ztella »

Takk fyrir þetta flotta svar :D Ég ætla að prófa að myrkva eftir þessum leiðibeiningum. Þegar ég er búin að myrkva í 4 sólarhringa þarf ég þá að taka mölina alveg uppúr eða er nóg að "ryksuga" hana ? Er nóg að þrífa dælufylterinn eða þarf ég að kaupa nýjan ? Og að lokum.. stór vatnskipti eru um 70% eða hvað ?
Takk aftur :)
------------------
54l
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hreinsa mölina með því að ryksuga hana. Stór vatnsskipti er um 70-80%.
Ætli það sé ekki nóg að skola svampinn (fylterinn) undir rennandi volgu vatni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply