Gróður
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fer svolítið eftir því hvort þú viljir gera eitthvað „náttúrulegt“ útlit fyrir þína tegund af síkliðu. Ég er svolítið þannig, hef alltaf sett sverðplöntur með Amazon fiskum eins og sköllum og diskusum.
Annars finnst mér Egeria densa og Vallisneria sniðugur gróður í öll búr með mathákum sem þurfa skjól. Því þetta er þannig séð illgresi í náttúrunni sem vex hratt og fjölgar sér, og tekur þ.a.l. mikið af efnum úr jarðveginum (Egeria Densa er t.a.m. bannað að selja víðsvegar til að vernda náttúruleg vötn og ár). En það er gott í baráttunni við þörunginn. Tekur efni sem þörungur myndi annars nærast á, og heldur líka nítrat í skefjum. Svo er miklu auðveldara að halda Egeria í skefjum en þörung.
Javamosi finnst mér líka sniðugur, hann vex frekar hratt og er fallegur ef honum er vel komið fyrir. En veitir ekki mikið skjól.
Anubias er harðgerð planta sem vex nánast í hvaða búri sem er og hægt að koma fyrir á steinum eða rótum. Veitir minni fiskum skjól.
Annars er bara málið að fara á tropica.com og skoða held ég.
Annars finnst mér Egeria densa og Vallisneria sniðugur gróður í öll búr með mathákum sem þurfa skjól. Því þetta er þannig séð illgresi í náttúrunni sem vex hratt og fjölgar sér, og tekur þ.a.l. mikið af efnum úr jarðveginum (Egeria Densa er t.a.m. bannað að selja víðsvegar til að vernda náttúruleg vötn og ár). En það er gott í baráttunni við þörunginn. Tekur efni sem þörungur myndi annars nærast á, og heldur líka nítrat í skefjum. Svo er miklu auðveldara að halda Egeria í skefjum en þörung.
Javamosi finnst mér líka sniðugur, hann vex frekar hratt og er fallegur ef honum er vel komið fyrir. En veitir ekki mikið skjól.
Anubias er harðgerð planta sem vex nánast í hvaða búri sem er og hægt að koma fyrir á steinum eða rótum. Veitir minni fiskum skjól.
Annars er bara málið að fara á tropica.com og skoða held ég.