Vargsbók
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Alment eiga Afríkusikliður nokkuð gott með að aðlagast breittum aðstæðum en stórar og örar sveiflur í vatnsgæðum geta verið slæmar fyrir fiskana. Innviði búrsins held ég að skipti ekki stórmáli, það er frekar sýrustig og harkan í vatninu.
Í flestum tilfellum er þó ekki ráðlagt að blanda þessum fiskum saman þar sem atferli þeirra er það ólíkt.
Í flestum tilfellum er þó ekki ráðlagt að blanda þessum fiskum saman þar sem atferli þeirra er það ólíkt.
Jæja þar kom að því. Það sprakk gler í einu búri hjá mér áðan. Búrirð er 100 lítra og staðsett í kompunni hjá mér. Þegar glerið sprakk vildi svo skringilega til að ljosið datt ofan í búrið þannig rafmagnið sló út.
Það vildi svo heppilega til að ég var nýkominn heim þannig hreinsunarstörf hófust strax og því líklegt að fólkið á neðri hæðinni líði ekki fyrir þetta.
Búrið er heimasmíðað og glerið sem sprakk er á langhlið og ástæðan sennilega að ég var með allt of mikið vatn í búrinu en það var nánast fullt uppí topp vegna klaufaskapar í síðustu vatnsskiptum.
Í búrinu var convict par sem lifði hrakfarirnar af
Það vildi svo heppilega til að ég var nýkominn heim þannig hreinsunarstörf hófust strax og því líklegt að fólkið á neðri hæðinni líði ekki fyrir þetta.
Búrið er heimasmíðað og glerið sem sprakk er á langhlið og ástæðan sennilega að ég var með allt of mikið vatn í búrinu en það var nánast fullt uppí topp vegna klaufaskapar í síðustu vatnsskiptum.
Í búrinu var convict par sem lifði hrakfarirnar af
500 l búrið komið upp og fiskar í það. Reyndar þori ég ekki að stútfylla það strax, ég ætla að styrkja standinn aðeins og setja langstífur (longbraces) innan í búrið að ofanverðu.
Óskararnir og convict kerling fóru í búrið í gærkvöldi ásamt Synodontis petricola, ég bætti svo við í dag Geophagus brasiliensis (earth-eater)pari úr fiskabur.is, þar sem allir fiskarnir eru nýjir í búrinu fá þeir að vera í friði.
Það er kostulegt að fylgjast með Geophagus þegar þeir skófla upp í sig fína sandinum sem er í búrinu, japla á honum og skyrpa út úr sér, ágætis hreinsi crew.
Óskararnir og convict kerling fóru í búrið í gærkvöldi ásamt Synodontis petricola, ég bætti svo við í dag Geophagus brasiliensis (earth-eater)pari úr fiskabur.is, þar sem allir fiskarnir eru nýjir í búrinu fá þeir að vera í friði.
Það er kostulegt að fylgjast með Geophagus þegar þeir skófla upp í sig fína sandinum sem er í búrinu, japla á honum og skyrpa út úr sér, ágætis hreinsi crew.
He he, í gær tæmdi ég alveg og færði tvö búr 160 og 250 lítra, setti annað upp aftur með fiskum en bara vatn í hitt. Ég nánast tæmdi annað 240 l búrið, færði það og breytti slöngum á tunnudælunni og þreif hana. Setti upp 500 l búrið og þreif það og tengdi tunnudælu.
Semsagt fjögur búr færð til, allir fiskar úr þremum þeirra, öll búr uppsett aftur. Ég á reyndar eftir að klára 500 l búrið, bæta við sandi og raða eitthvað betur í það osf.
Semsagt fjögur búr færð til, allir fiskar úr þremum þeirra, öll búr uppsett aftur. Ég á reyndar eftir að klára 500 l búrið, bæta við sandi og raða eitthvað betur í það osf.
Bætti í gær í safnið í 500 l Ameríkubúrið pari af Hypsophrys nicaraguensis. Kerlingin er frekar smá og ég hafði smá áhyggjur af því að hún yrði fyrir aðkasti í búrinu. Það leið ekki langur tími þangað til ég sá í sporðinn á henni útúr einum Óskarnum. Ég náði að veiða hana útúr honum og setti í sér búr, hún var ansi skelkuð en er í fínu formi í dag.
Bætti við nokkrum fiskum.
Tropheus duboisi, 3 stk, ég vona að þeir drepi ekki hvorna annan, það er mælt með að þeir séu í stórum hóp til að dreyfa álaginu en þar sem ekki voru fleiri til í búðinni þá verður maður bara að vona það besta þangað til fleiri koma.
Placidochromis electra, 3 stk.
Hér eru myndir af samskonar fiskum.
Duboisi.
Electra.
Tropheus duboisi, 3 stk, ég vona að þeir drepi ekki hvorna annan, það er mælt með að þeir séu í stórum hóp til að dreyfa álaginu en þar sem ekki voru fleiri til í búðinni þá verður maður bara að vona það besta þangað til fleiri koma.
Placidochromis electra, 3 stk.
Hér eru myndir af samskonar fiskum.
Duboisi.
Electra.
Tropheus eru virkilega fallegir fiskar, en ég mundi fara varlega með þá. Það er mælt með að hafa þá eina í búri og þá helst bara eina tegund af þeim (stóran hóp). Allavega eru þeir með alveg svakalega viðkvæm meltingarfæri og ekki má offóðra þá og alls ekki gefa þeim mikið prótein. Held að þetta séu með þeim viðkvæmustu síkliðum sem til eru, allavega vandmeðfarnar. En vonandi gengur þetta hjá þér með þá, allt í lagi að prófa hluti.
Bætti við í dag einu framtíðar skrímsli, channa orientalis (snakehead) og nokkrum sikliðum, Cynotilapia afra coube og Dimidiochromis compressiceps (Malawi eye biter).
Hér eru myndir af samskonar fiskum.
Channa.
compressiceps.
Afra coube.
Hér eru myndir af samskonar fiskum.
Channa.
compressiceps.
Afra coube.
Last edited by Vargur on 04 Nov 2006, 18:39, edited 1 time in total.
Smá afföll í dag.
Duboisi hafa verið að hætta störfum og sá síðasti sagði upp í morgun, þeir eru sennilega ekki að þola breytingarnar og voru eitthvað ragir í búrinu þrátt fyrir að vera bara með minni fiskum. Ég tek þá sennilega 10 stk($$$ ) af þeim í næstu sendindingu fiskabur.is og vona það besta.
Channan tók svo upp á því að stökkva upp úr búrinu og endaði líf sitt við útidyrahurðina.
Duboisi hafa verið að hætta störfum og sá síðasti sagði upp í morgun, þeir eru sennilega ekki að þola breytingarnar og voru eitthvað ragir í búrinu þrátt fyrir að vera bara með minni fiskum. Ég tek þá sennilega 10 stk($$$ ) af þeim í næstu sendindingu fiskabur.is og vona það besta.
Channan tók svo upp á því að stökkva upp úr búrinu og endaði líf sitt við útidyrahurðina.
Ég setti loks vatn upp í topp á 500 l búrinu, það lítur aðeins betur út núna. þá er bara að kaupa einhver ljós ofan á það svo ég geti myndað það. Svo á ég reyndar eftir að koma í það meiri sandi og einhverjum gróðri hugsanlega, svo þarf ég að hafa augun opin fyrir einhverjum háum rótum, ef einhver dettur niður á stórar rætur, þá endilega láta mig vita.
Bætti við mig tveimum kattfiskum í dag, hinum bráðfyndnu Asian upside down catfish eða Mystus leucophasis eins og þeir heita víst.
Eins og nafnið gefur til kynna þá synda þeir á hvolfi, þeir kunna best við sig við yfirborðið í flotgróðri og þessháttar og eru þá kærkomin viðbót í kattfiskahópinn þar sem þeir eru sjáanlegri en flestir félagar þeirra sem vilja helst híma í felum mestallann daginn.
Eins og nafnið gefur til kynna þá synda þeir á hvolfi, þeir kunna best við sig við yfirborðið í flotgróðri og þessháttar og eru þá kærkomin viðbót í kattfiskahópinn þar sem þeir eru sjáanlegri en flestir félagar þeirra sem vilja helst híma í felum mestallann daginn.