Dauður

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Dauður

Post by rabbi1991 »

Fiskurinn minn dó og ég finn ekki afhverju það var en augun stóðu geðveikt út og það sprakk þegar ég tók uppúr og hann synti á hvolfi first en svo á hlið eftir að augað sprakk. Hann synti allan tímann á fullum hraða einsog það væri verið að bögann. Vill bara vita afhverju fiskurinn minn varð af humramat :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta er líklegast popeye, einhver annar getur frætt þig um það. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Popeye kemur yfirleitt út af slæmum vatnsskilyrðum eða undirliggjandi öðrum sjúkdómum.
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

ok nuna er einn fiskurinn kominn með agætlega stora hvita bletti bara á sporðinn samt. er að velta fyrir mer hvort þetta se ekki bara hvitbletta veikin. hann er MJÖG slappur.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

eða sporðáta, skiptu vel um vatn í búrinu hjá þér og láttu smá salt í búrið (ekki borðsalt, þarf að vera joð-laust).
Man ekki alveg hvað er mælt með miklu salti, msk á hverja 10 lítra eða eitthvað álíka.

Hvernig eru annars vatnsskiptin hjá þér? Hversu oft og hvað mikið í hvert skipti?
hvernig dælu ertu með í búrinu?
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

sko hinn fiskurinn do fyrir sona manuði. en geri sona 10% vikulega svo 50% manaðarlega. Er með kúludæluna. man ekki nafnið. og já sporðurinn er að vera e´tinn upp. sé það alveg greinilega nuna. er ekki hægt að kaupa lyf fyrir þessu?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvað er þetta stórt búr sem þú ert með? Finnst 10% vikulega eiginlega of lítið. Það ætti frekar að vera allavega 30-50% vikulega (fer samt eftir stærð búrsins, dælubúnaði, hvaða fiska þú ert með og hve mikið þú ert að gefa) ég tek yfirleitt alveg 70-80% á 1 1/2 vikna fresti í búrunum mínum, og það eru aldrei nein vandræði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

60L og hann er dauður. samt humrarnir voru að fíla gjöfina :)
Post Reply