Vanmetnir fiskar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Vanmetnir fiskar

Post by Bambusrækjan »

Ég er búinn að vera stutt í þessu áhugamáli mínu ca 1 ár, en ég er alveg fallinn fyrir einni tegund af fiskum. Það eru Regnbogafiskarnir , ég held að þeir séu einna helst vanmetnustu fiskarnir að mínum mati. Þeir fá nefnilega ekki fullann litaskrúða fyrr en þeir eru orðnir fullvaxnir og þeir njóta sín ekki nema í stórum búrum þar sem þeir verða allt að 10 - 15 cm stórir (flestar tegundir). En þeir geta verið fiska fallegastir , þegar þeir eru í hrygningarham ( þá bætast við litir) í stóru búri. Svo er ekki erfitt að rækta þá. Ég varð bara að fá að deila þessu þar sem ég held að ekki allir geri sér grein fyrir hversu flott torfa af regnbogafiskum getur verið :)
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

http://www.youtube.com/watch?v=NDrcR8cp ... re=related Þessi er bara með Bosemani Regnboga, en samt ótrúlega flottir : :P
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Mér finnst þeir svakalega flottir og var einmitt búin að heyra um að það taki þá langan tíma að ná fullum litum. Helsta er að það er held ég erfitt að fá þessa fiska hér á landi. Fiskó er með slatta af svona fiskum í sýningarbúrinu sínu sem eru svakalega fallegir en ekki til sölu :) Hef liggur við aldrei séð þessa fiska til sölu í búð hér á landi :S, eða að það hafi farið svona illilega framhjá mér :P. Stefni allavega á einhverja svona fiska í framtíðinni :D
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

held nú ekki að þessir fiskar séu ekki vanmetnir, bara spurning hvar áhuginn liggur hjá hverjum og einum hvaða fiska viðkomandi vill hafa, svo eru þetta frekar dýrir fiskar minnir mig og ekki algengir.

En ég á reyndar boesemani, Glossolepis incisus og dvergregnboga fiska sem ég er mjög hrifin af. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Fólk veitir regnbogafiskum oft ekki athygli í búðum, þar sem oft er verið að selja unga fiska sem eru litlausir og óspennandi. Annars eru þeir misdýrir , en yfirleitt hef ég keypt mína á um 2000 kr stk.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég hvet reyndar fólk að skoða regnbogafiskabúrið á efri hæð Fiskó, eins og Sirius black sagði þá er það vel þess virði að skoða , ef menn hafa ekki séð það :P
Post Reply