Ef einhver er að huga að glerkaupum i fiskabur...þa er verðið a gleri nu i dag hja þessum aðilum i 500 ltr 140x60x60 bur með 12mm gleri/slipaðir kantar
1.Glerskalinn. ca 76 þus ..slipaðir kantar
2.Ispan . ca 76 þus..slipaðir kantar
3. Glerborg ca 66 þus..slipaðir kantar
4. Samverk ca 54 þus.. slipaðir kantar
Það er nemnilega svolitið mikill kostnaður i að lata slipa kantana a glerinu...en semsagt viðað við þetta þa er SAMVERK hægstæðustu kaupin
ef þu ferð sjalfur a hellu að na i glerið.
Já, það að slípa brúnirnar er fokdýrt. Ef þú ætlar að setja glerið í ramma þá er það algjör óþarfi og þú getur tekið bitið úr brúnunum með t.d. brýnistein.
Ég sparaði mér töluvert á að gera einmitt það í fiskarekkann minn.
Samverk er kannski ódýrari í efninu en þú þarft að borga sendingar kostnað frá hellu sem setur þig nálægt hinum verðunum þannig að glerborg væri málið, svo getur þú látið bara slípa úthliðar á glerinu
Squinchy wrote:Samverk er kannski ódýrari í efninu en þú þarft að borga sendingar kostnað frá hellu sem setur þig nálægt hinum verðunum þannig að glerborg væri málið, svo getur þú látið bara slípa úthliðar á glerinu
ja eg veit það..ef þu mundir lata senda þa er það 12 til 15 þus ofan a 54 þusindin...en það er lika hægt að sendast eftir þvi sjalfur
Hvað með plexy? Ég er nokkuð hrifinn af því fyrir stærri búr. Plexý búrin virka bjartari, og eru léttari. Eina vesenið er með rispur, sem ætti ekki að vera vandamál ef maður notar magfloat sköfur.
Samverk er komið með söluskrifstofu í Reykjavík (eða kópavogi), ég sótti glerið mitt bara þangað og þurfti ekki að borga neitt undir það. Þeir voru með LANG besta dílinn í 19 mm gleri.
henry wrote:Nú? Ég hélt einmitt að þú hefðir notað magfloat með góðum árangri á nano búrið þitt?
Tjah, það er aðeins farið að sjá á því, einstaka rispur. Það er nú reyndar ekki magfloat að kenna, heldur ögnum sem festast á milli þess og plexy. Þetta er svo svakalega viðkvæmt.