Einu sinni var, Vigdís litla að sulla...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Einu sinni var, Vigdís litla að sulla...

Post by ~*Vigdís*~ »

Svona afþví að ég komst loksins að hitta ykkur í gær þá
finnst mér eðlilegt að ég segi ykkur aðeins frá mínu vatnasull stússi
Image


Image
Þetta er 260lítra búr sem við hjónin henntum saman til
að hýsa Diskusana sem við verzluðum síðasta sumar í Danaveldi þetta
átti auðvitað bara að vera bráðabrigða búr, bara svona rétt að dekka
tíman þar til næsta Juwel sending kæmi hjá Gumma og við fengjum draumabúrið
Image
Eins svo oft þá endaði það með að vera heldur lengri tími en við áætluðum svona fyrst Image

Image
Verð að hafa mynd af nýja búrinu með, 450L Juwel vision :D
Það stendur til að græja yfirfall í það og hanna bakgrunn ;)



Image
Þessu 150L búri tókst mér að troða inn í svefnherbergi :oops:
Kallinn var ekki alveg að gúddera það svona fyrst en nú sofum við
vært við vatnsgutlið
Image
Nota sem gróðurgeymslu núna, vantar að halda gróðrinum góðum
svo hann verði sætur fyrir nýja búrið :ojee:
En bombínó körtunar mínar ætla að flytja í það þegar nýja búrið er klárt :)


Image
Þessu 50L búri geymi ég fire belly salamöndrunar mínar ásamt
slatta af plattý seiðum sem enginn vill éta :roll:



Image
(bara gruggugt á myndinni, var í vatnskiptum)
Annað bráðabrigða búr :shock: í því geymi
ég Bombínó körturnar mínar 8 og plattý seiðin sem eru barasta
ekki seiði lengur þar sem enginn vildi éta þau heldur
:?


Image
Eldsalamöndrunar mínar búa þarna, eru næturdýr svo ég hugsaði fyrst að
best væri nú að hafa ekki ljós hjá þeim eru heldur ekkert mikið að fara mikið "upp" ávið
svo ég nýtti leiðindar rými í hillusamstæðunni okkar sem búr, eftir á hyggja þegar
ég er loksins komin með salamöndrunar og sé að þær eru nú bara hellings á
ferðinni á daginn þá væri nú gaman að setja góða uv peru hjá þeim við tækifæri,
þá ætti búrið að losna við þennan glúma, alveg ömurlegt að horfa á það :oops:



Image
Rúmlega 60L fyrir Horn froskinn Gardúlla, hann
er ósköp smár núna en getur orðið allt að 10cm svo
bezt var að búa sæmilega um gæjann strax
Image


Image
Þessi litlu kríli fá að fljóta með, til vinstri 20L með
algae eating cherry shrimp og til hægri eitt 30L með
brjálæðislega fyndri Paddle tail newt sem gengur
undir nafninu Elvira, alger töffari 8)

Hugsa að ég bæti betri "innihaldslýsingu" við seinna :mrgreen:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vá! Mikið dýralíf. Verður þetta "þráðurinn" ykkar það sem allar tilfæringar verða skráðar niður?
Endilega ef þú munt eignast einhver seiði sem þú ætlar ekki að koma upp, látt mig vita og ég skal glaður fá þau til að halda lífi í agnarlitli Óskurunum mínum.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

frábært frænka. !!
hlakka til að sjá 450 ltr búrið í aksjón .

gaman að þessu .
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

takk fyrir það :D

Já versta er að plattíarnir eru í einhverri lægð hjá mér :roll:
Hafa ekki komið ný seiði heillengi eða þau eru étin jafnóðum ...

Á ekkert handa þér nema kanski 5 stk eða eitthvað álíka lame :?
Setti nokkra sér í "sóttkvínna" hjá mér, aldrei að vita nema að það
fari allt í gang þar, læt þig vita ;)
Á hinsvegar gott magn af mjölormum ef þú hefur áhuga á þeim,
fínt fóður en alltof fljótir að drukkna, hreyfa sig í svo stuttan tíma...

Já hugsa að ég muni öppdeita svoldið hér, Sveinn er ekki mikill "spjallari" en
hefur gaman af hobbíinu engu að síður 8)

User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Erum komin með HELLINGS af frauðplasti í bakgrunnsgerð 8)

Nú verður sko partý :lol:

En eftir Þriðjudagskvöldið og spjall við einn meðlim
klúbbsins þá er ekkert vafa mál lengur
það VERÐUR sett yfirfall á búrið :mrgreen:
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

jæja it has begun :twisted: finally :dansa:

Erum komin með hellings af pvc í hlutum til að græja yfirfallið fína,
hér eru myndir af bora gat dæminu


Image
Ruslapoki til að vatnið skemmi ekki fína skápinn sinn

Image
ryksuga teypuð undir til að taka á móti vatninu, spóna plata
ala vargur smellt á búrið og svo borað með HELLINGS af vatni og geðveikt hægt :mrgreen:


Image
fyrsti fiskurinn kominn í búrið :hehe:

Image
Mjög einbeittur við þetta, en þar sem við ákváðum að við vildum ekki
hafa dælu ofan í búrinu (nennum ekki að þrífa hana) þá hófst það verk að fjarlægja
fínu juwel dæluna sem fylgir :shock:


Image
tannþráður takk fyrir, engir tertu hjálmar á þessum bæ :hehe:
en við getum hér með vottað það að þeir sem eru með juwel búr og þessar dælur að
þær eru ekkert að fara á flakk hjá ykkur, gjörsamlega komnar til að vera, þessi einstaklingur
var harður í horn að taka, notuðum líka dúkahnífsblað, fullt af matarolíu og gvöð má vita hvað


Image
En það hafðist og stendur stoltur og sveittur Sveinn uppi sem sigurvegari,
aðrir menn fara út í á að veiða fisk, minn maður tæklar sko heilu dælurnar :roll:
:lol:
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ein lítil spurning hehe
hvers vegna var ekki búrið borað innanfrá ??
þá fer vatnið bara í búrið og ekkert mál að þrífa hmmmmm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gudmundur wrote:ein lítil spurning hehe
hvers vegna var ekki búrið borað innanfrá ??
þá fer vatnið bara í búrið og ekkert mál að þrífa hmmmmm
Haha, nákvæmlega. :D
Sveinn
Posts: 7
Joined: 13 Feb 2007, 11:51
Contact:

Post by Sveinn »

Ég velti þessu reyndar sjálfur fyrir mér með að bora innan frá.

En ég með spurningu handa ykkur fiskabúr.is mönnum hafiði ekki skoðað búrin sem þið eruð sjálfir að selja? :lol:
Það er styrking efst í búrinu til að styrkja framhliðina það sést í hana á mynd 2 á síðasta pósti. Hún er akkúrat fyrir þannig að maður getur ekki beitt borvél öðruvísi en að fara þá sjálfur oní búrið og þá liggur maður sjálfur í sullinu.
Þó að þessi styrking væri ekki þarna þá væri ég ekki ennþá búinn að jafna mig í bakinu eftir að bogra við verkið.

Þar að auki þá er ryksugan miklu sniðugri það fóru held ég samtals tveir dropar á gólfið við að bora í gegn og svo slekkur maður bara á ryksugunni og allt er hreint og fínt, líka inní búrinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hún er akkúrat fyrir þannig að maður getur ekki beitt borvél
Hvaða borvél ertu eiginlega með, þessa sem var notuð í Hvalfjarðargöngin ? :mrgreen:
Sveinn
Posts: 7
Joined: 13 Feb 2007, 11:51
Contact:

Post by Sveinn »

Nei Kjáninn þinn það er löngu búið að senda þá borvél úr landi.

Keypti borvélina af Impregilo sem var notuð við kárahnjúka á mjög góðu verði.

Virkaði svona líka fínt :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hlaut að vera ég var eimmitt að hugsa um hvað þessir 15 trailerar voru að gera fyrir utan hjá þér um daginn.
Post Reply