sé að á 2 skölum sem ég er með í nýuppsettu búri, að það er eins og það séu loftbólur á sporðinum á þeim og eins og sporðurinn sé að eyðast aðeins.
þeir borða vel og haga sér ekkert skringilega...eitthvað sem maður á að hafa áhyggjur af?
þetta er að öllum líkindum sporðáta. Þú þarft að skipta vel 60-70% í búrinu og setja síðan smá salt.
Var búrið ekkert búið að keyra sig upp áður en þú settir fiskana í það?
Þetta er væntanlega ekki sporðáta ef þeir eru í góðu vatni og þeir koma úr góðu vatni og þó búrið sé að cycla sig ætti ekki að koma sporðáta samstundis.
Eru þeir ekki bara að tæta hvorn annan ?
Áttu mynd af þessum "loftbólum" ? Er þetta kannski bara hvítblettaveiki á byrjunarstigi ?
Ég myndi geyma þetta lyf. Mín reynsla af skölum er að þeir narta hvor í annan ef þeir lenda í stressi. Ég átta mig ekki alveg á þessum loftbólum, voru þetta ekki bara actual loftbólur sem komu með kranavatninu þegar þú skiptir um vatn? Ég lendi oft í því að einn fiskur hjá mér sem finnst gaman að hanga í straumnum af slöngunni er allur hrímaður í hálfan sólarhring áa eftir út af loftinu í kranavatninu.