Loftbólur á skala?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Loftbólur á skala?

Post by diddi »

sé að á 2 skölum sem ég er með í nýuppsettu búri, að það er eins og það séu loftbólur á sporðinum á þeim og eins og sporðurinn sé að eyðast aðeins.
þeir borða vel og haga sér ekkert skringilega...eitthvað sem maður á að hafa áhyggjur af?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

þetta er að öllum líkindum sporðáta. Þú þarft að skipta vel 60-70% í búrinu og setja síðan smá salt.
Var búrið ekkert búið að keyra sig upp áður en þú settir fiskana í það?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

tók dælu og sand úr öðru búri sem ég var með, hélt að það væri nóg?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

diddi wrote:tók dælu og sand úr öðru búri sem ég var með, hélt að það væri nóg?
Nii, ekkert endilega. Hugsanlega farið amk eitthvað mini cycle í gang og úrgangsefnatoppur myndast.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er væntanlega ekki sporðáta ef þeir eru í góðu vatni og þeir koma úr góðu vatni og þó búrið sé að cycla sig ætti ekki að koma sporðáta samstundis.
Eru þeir ekki bara að tæta hvorn annan ?
Áttu mynd af þessum "loftbólum" ? Er þetta kannski bara hvítblettaveiki á byrjunarstigi ?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

já ok. það vill svo til að það fylgdi lyf fyrir sporðátu með búrinu sem ég var að kaupa.


Image

er þetta ekki svoleiðis?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

veit ekki með hvítblettaveikina, búrið er búið að vera frekar heitt 28gráður.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég myndi geyma þetta lyf. Mín reynsla af skölum er að þeir narta hvor í annan ef þeir lenda í stressi. Ég átta mig ekki alveg á þessum loftbólum, voru þetta ekki bara actual loftbólur sem komu með kranavatninu þegar þú skiptir um vatn? Ég lendi oft í því að einn fiskur hjá mér sem finnst gaman að hanga í straumnum af slöngunni er allur hrímaður í hálfan sólarhring áa eftir út af loftinu í kranavatninu.
Post Reply