Ofhitnun :(

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Ofhitnun :(

Post by zequel »

Ég bætti við 2 trúða bótíum um daginn þar sem ég var með eina einsamla fyrir. Eftir c.a. 2 vikur byrjuðu nýju bótíurnar að sýna merki um hvítblettaveiki. Þess vegna var gúgglað og leitað að upplýsingum hvað best væri að gera.
Ég byrjaði á því að salta (1g á L) í fyrradag, og fór síðan í gær og keypti hitara í búrið. Þar sem þetta er bara 30L búr þá ætlaði ég að fá mér 25W hitara, en þeir mældu frekar með 50W hitaranum í Fiskó. Þar sem búrið er svona lítið hef ég ekki þurft hitara hingað til, þar sem það hefur haldið sér nokkuð stöðugt í 24-25°. Markmiðiðað var að koma búrinu í 28° til að vinna á hvítblettaveikinni. Í búðinni var mér ráðlagt að skella hitaranum beint í 28° í stað þess að setja hann í t.d. 26° og síðan 28°.
Í dag var hitinn hinsvegar kominn í 31° :roll: og ein bótía dauð ásamt 2 neon tetrum. Ég slökkti því strax á hitaranum og slökkti ljósið í búrinu.

Hver er þumalputtareglan með svona hitara varðandi hitasveiflur. Mér finnst full mikið að hitinn skuli hafa farið í 31° þegar hitarinn er settur á 28°. Hver er ykkar reynsla?

Kv,
Ingimundur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hitarar eru oft skakkir um 1-2 gráður, en þeir eru þó venjulega consistently skakkir, þannig að maður stillir bara 1-2 gráðum minna eða meira eins og við á. Það að hafa 25w hitara hefði líklega ekki skipt neinu máli.

Hinsvegar er 30 lítra búr allt allt allt of lítið fyrir trúðabótíur. Þær eru viðkvæmar fyrir hvítblettaveiki og þurfa mikið pláss og gott vatn sem er ekki hægt að viðhalda með góðu móti í 30 lítra búri. Þannig að það er ekki mjög undarlegt að þær geispað golunni hjá þér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ég er með hitara í búrinu mínu sem er stilltur á 22° en samt er búrið í 27°
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

diddi wrote:ég er með hitara í búrinu mínu sem er stilltur á 22° en samt er búrið í 27°
Þetta þarf ekki að vera hitaranum að kenna. Kannski er herbergishitinn frekar hár hjá þér fyrir, og svo hita ljósin eitthvað smá, og þá er þetta komið í 27°C. Hitarinn fer kannski aldrei í gang.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

keli wrote:
diddi wrote:ég er með hitara í búrinu mínu sem er stilltur á 22° en samt er búrið í 27°
Þetta þarf ekki að vera hitaranum að kenna. Kannski er herbergishitinn frekar hár hjá þér fyrir, og svo hita ljósin eitthvað smá, og þá er þetta komið í 27°C. Hitarinn fer kannski aldrei í gang.
búrið er í forstofu og hitarinn er alltaf í gangi. minnka hitan meira í næstu vatnaskiptum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það þarf líka stundum að stilla hitara, það ætti að vera sýnt í leiðbeiningum, hitarinn gæti þá verið í raun stilltur á 27° en sýnir 22°.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Andri Pogo wrote:það þarf líka stundum að stilla hitara, það ætti að vera sýnt í leiðbeiningum, hitarinn gæti þá verið í raun stilltur á 27° en sýnir 22°.
Tekur maður þá takkann af og setur á aftur á réttum stað?

Annars hélt ég að þessir hitarar væru ekki með thermostat, heldur bara timer sem ákveður hve oft kviknar á honum. Aldrei treyst þessum hiturum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

henry wrote:
Andri Pogo wrote:það þarf líka stundum að stilla hitara, það ætti að vera sýnt í leiðbeiningum, hitarinn gæti þá verið í raun stilltur á 27° en sýnir 22°.
Tekur maður þá takkann af og setur á aftur á réttum stað?

Annars hélt ég að þessir hitarar væru ekki með thermostat, heldur bara timer sem ákveður hve oft kviknar á honum. Aldrei treyst þessum hiturum.
Nei, það er venjulega bara fjöður úr efni sem þenst mikið út eða dregst saman eftir breytilegu hitastigi og setur hitarann þannig í gang og slekkur eftir hitastigi. Ef þetta væri timer þá væru hitarar algjörlega gagnslausir nema ambient hitastig væri akkúrat rétt og stærð búrs sömuleiðis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

keli wrote:Hinsvegar er 30 lítra búr allt allt allt of lítið fyrir trúðabótíur. Þær eru viðkvæmar fyrir hvítblettaveiki og þurfa mikið pláss og gott vatn sem er ekki hægt að viðhalda með góðu móti í 30 lítra búri. Þannig að það er ekki mjög undarlegt að þær geispað golunni hjá þér.
Ég veit að búrið er alltof lítið til að vera með trúðabótíur, enda er stærra búr í undirbúningi sem á að vera bótíubúr með vonandi 8-12 stykkjum.

Hinsvegar var ég búinn að vera með eina trúðabótíu, hann Snilla, í litla búrinu í tæpt ár án vandræða, nema að hann var náttúrulega frekar einsamall og ástæðan fyrir að ég bætti tveimur við. Það var mjög gaman að sjá þegar Snilli fékk félagsskapinn :)

Hinsvegar virðist hvítblettaveikinn hafa náð yfirhöndinni þrátt fyrir salt, hitun og loftstein. Tvær bótíur liggja í valnum og bara Snilli eftir :(

Spurning hvort maður þurfi ekki að fara í lyfjagjöf til að bjarga honum, eða ætti maður að bíða sólarhring í viðbót og sjá hvað hitinn og saltið gerir?

Gleymdi einu .. hitarinn virðist halda búrinu í 28° ef ég er með hann stilltan á 24°.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bótíur eru viðkvæmar fyrir lyfjum, ég mundi frekar bíða.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég lenti í svona með hitara stillti á 28 gráður og búrið fór í 33 gráður en ég var bara með Malawi í því og þær greinilega þola hita setti hann svo í 22 gráður og núna er 27.5 gráður í búrinu
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Vargur wrote:Bótíur eru viðkvæmar fyrir lyfjum, ég mundi frekar bíða.
Greyið virðist vera talsvert verra en í gær, mun fleiri blettir. Fylgdist aðeins með honum í nótt þar sem hann var nokkuð mikið á ferðinni (líklega að reyna að klóra sér). Sýnist hann núna vera að tapa baráttunni við hvítblettina þar sem hann liggur núna bara á hvolfi á botninum og tekur einstaka kippi :(
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Jæja .. Þá er síðasta trúðabótían farin á vit feðra sinna og búrið orðið hálf dapurlegt. :(
Eini ljósi punkturinn í þessu öllu saman er innleggið í reynslubankann. :)
Ég gerði þau grundvallarmistök að skella öllu vatninu með úr fiskabúðinni í búrið, í stað þess að háfa fiskana uppúr pokanum. Enn betra hefði verið að eiga sóttkví, en 30 L búrið verður eflaust með það hlutverk í framtíðinni. Einnig hefði ég átt að fara eftir eigin ráðum með að stilla hitarann sem ég keypti á 26° fyrst í staðinn fyrir að keyra hann beint í 28° eins og mér var ráðlagt af starfsmanni verslunarinnar þar sem ég keypti hann (Er núna stilltur á 24° og heldur búrinu í 28°).
Síðan hefði verið fínt að finna þennan link svolítið fyrr (http://www.myschnauzer.net/ich.html), en þarna eru margir áhugaverðir punktar varðandi t.d. hita, salt (magn) og fleiri efni (og lyf) í baráttunni við hvítblettaveikina illræmdu.
T.d. setti ég 1g per líter af salti í búrið, en hefði hugsanlega átt að skella 2-3 g per líter. Einnig hefði hitastigið mátt vera í kringum 29°.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég vil meina að hvað sem þú hefðir gert þá hefðu þeir fengið hvítblettaveiki fljótlega aftur. Þú kannski bíður með að fá þér fleiri trúðabótíur þangað til að þú átt stærra búr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply