Hmm , það myndast alltaf smá viðbjóður á yfirborðinu ef það hreyfist lítið. Eru kannski einhver ráð að halda því hreinu án þess að hafa hreyfingu á því ?
Þú getur haft loftdæluna á timer og látið hana bara vera í gangi á nóttunni, virkar fínt. Láta hana bara slökkva á sér svona 2 tímum áður en það kviknar á ljósunum þannig að kolsýran nái að byggjast upp aftur áður en það kviknar á ljósunum.
Ertu annars með DIY eða á kút?
keypti það hjá fiskó .. búrið rokkar núna ( búinn að ná að yfirbuga brúnþörunginn) Regnbogafiskarnir skarta sínum fegurstu litum , en ég kann bara ekkert að taka myndir af fiskabúrum , þær verða alltaf hálf mislukkaðar
Bambusrækjan wrote:keypti það hjá fiskó .. búrið rokkar núna ( búinn að ná að yfirbuga brúnþörunginn) Regnbogafiskarnir skarta sínum fegurstu litum , en ég kann bara ekkert að taka myndir af fiskabúrum , þær verða alltaf hálf mislukkaðar
Við lofum að stríða þér ekki (mikið) yfir lélegum myndum Myndir af búnaðinum væru skemmtilegar líka
skal gera mitt besta , annars er ég að fara modda það aðeins meira á næstu dögum , ætla að bæta við lýsinguna . Var að láta smíða lampa í það Ég er alveg kominn í ruglið með þetta , þori varla að skoða visa reikninginn minn
NÆS!! þetta er þrælfínt setup hjá þér!! Verður gaman að sjá þetta þróast og fyllast af gróðri.
Hvað ertu annars með mikla lýsingu yfir þessu núna?
Hvaða væl er þetta með myndirnar! Það þarf nú ekki allt að eiga erindi á ljósmyndasýningu sem kemur hérna inn
Takk fyrir hrósið Þetta búr er 450 L . Annars er lýsingin í ruglinu , bara 2 T-8 120 cm 36 w perur, en er að fá aðrar 2 T-5 54 w í viðbót eftir nokkra daga. Málið með myndirnar , fiskarnir eru bara ekkert fókus
Það liggur samt við að maður fari fram á að menn hafi nýjasta fréttablaðið á búrinu, þegar þeir eru að birta myndir af svona flottum búrum Svo margir sviksamir sem eru duglegir á Google images.