Nýja 2L búrið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Nýja 2L búrið

Post by hannes4 »

Já heilir.

Nú var maður að splæsa handlegg í þetta búr!

Þetta er 2L búr með 10 ára ábyrgð og LOKI!

Er með 3x Tanichthys Albonubes í búrinu, hafa það fínt og svo er frábær bakgrunnur í því.

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ekki nógu stórt fyrir fiska að mínu mati. Og engin dæla, mér finnst þetta ekki nógu gott.
.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

VATN, steinar, bakgrunnur, matur og kósy stemming,

hvað þurfa fiskar meira?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

DÆLU, rétt hitastig, nógu stórt búr til að synda um í, rétt sýrustig (ph). Og svo framvegis. Einnig að hafa kh, NO2 og NO3 í réttu magni.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Fékk sérfræðing til að mæla sýrustig, (OG ÞAÐ VAR RÉTT)
24° hiti á vatni,

geri vatnaskipti á hverjum degi, hver þarf dælur í dag?

Fiskar í kúlum? eru dælur þar....?? NEI

Þeir eru þrír og litlir, þurfa ekkert 20L til að svammla í.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

get lofað þér því að það á eftir að vera erfitt að halda vatninu góðu í svona nestisboxi
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hannes4 wrote:Fékk sérfræðing til að mæla sýrustig, (OG ÞAÐ VAR RÉTT)
24° hiti á vatni,

geri vatnaskipti á hverjum degi, hver þarf dælur í dag?

Fiskar í kúlum? eru dælur þar....?? NEI

Þeir eru þrír og litlir, þurfa ekkert 20L til að svammla í.
Ekki deila við dómarann. :twisted:
Fiskar eiga heldur ekkert heima í dælum, dýragarðurinn selur reyndar kúlur með dælum.
20L væri eiginlega lágmark. sýrustigið hækkar hjá þér og lækkar eftir hver vatnsskipti. Og hitastigið helst örugglega ekki í 24°, lækkar væntanlega um 1-2° nema að herbergið sem að búrið er í sé mjög hlýtt.
Svo er það staðreynd að þetta búr er allt of lítið fyrir fiska.

Ég er með 400L búr með 6 fiskum sá stærsti er 15cm.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Nei, fiskar eiga heima í vatni/búrum en ekki dælum það er staðreind...

En ef ég væri með 20L búr og þessa 3 litlu í því myndu þeir bara tínast...

Þetta er gott búr, gott hitastig og allt í business
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

hannes4 wrote:Nei, fiskar eiga heima í vatni/búrum en ekki dælum það er staðreind...

En ef ég væri með 20L búr og þessa 3 litlu í því myndu þeir bara tínast...

Þetta er gott búr, gott hitastig og allt í business
Fínt troll hjá þér en þetta búr er glatað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

síkliðin í dómarasæti, Þarna hitti skrattinn ömmu sína. :lol:

Ekkert að þessu ef umhirðan er góð, það verður gaman að fylgjast með þessu, þetta eru allavega réttu fiskarnir í svona protekt, harðir og þola miklar hitasveiflur. Mæli með að þú reynir að fá þá til að hrygna.
Þetta búr er samt lítið spennandi og dælur eru víst nauðsynlegar í flest búr þó þetta gangi kannski með góðri umhirðu og daglegum vatnsskiptum.
Last edited by Vargur on 14 Sep 2009, 19:05, edited 1 time in total.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hvað er rétt sýrustig, svona svo ég hafi það alveg á hreinu? :D
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Sko, ég er ekki viss, en vinur minn er "sérfræðingur" og mældi þetta fyrir mig...

Vargur gæti kannski sagt okkur það :)

Samt smá spurning hérna, var búinn að lesa það að það þyrfti 1L fyrir 1/2 - 1 cm af fisk,
Væri í lagi að skella einni Tetru í búrið?
var að spá í Neon tetru:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm

Í lagi?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vargur wrote:síkliðin í dómarasæti, Þarna hitti skrattinn ömmu sína. :lol:
Já, hann gerði það.
Mér finnst þetta ekki bjóðanlegt, nema í um 20L búri. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Nei Neon Tetrur þurfa minnst 40L búr, allavega myndi ég ekki gera fiskinum að hýrast í svona dollu :S

Sýrustigið er oftast um pH 7, það er bara sirka eins og vatnið er hér á landi og flestir fiskar þrífast vel í þessu sýrustigi.
200L Green terror búr
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Já OK

En fiskarnir spjara sig vel og hafa gert í mánuð...
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

hannes4 wrote: Væri í lagi að skella einni Tetru í búrið?
var að spá í Neon tetru:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm

Í lagi?
Nei, neon er torfufiskur, 4-5 er lágmark.
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Ok,

en ég ruglaðist reyndar aðeins, var að spá í kardinal tetru,

Er það sama sagan og með neon eða er í lagi að hafa hana eina?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

allar tetrur eru torf/hóp fiskar og fíla sig best 5+ saman í hóp.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta gæti verið byrjun á einhverju betra
ég byrjaði með sultukrukku og slatta af guppy í den

venusarfiskurinn kemur úr köldu vatni þannig að stofuhiti er fínn
en ef lítum aðeins á þetta búr og stærð þess
auðvitað gætu fiskarnir lifað þarna lengi ef vatnskifti eru regluleg
alveg eins og menn geta lifað í litlum klefum ( óþekka fólkið )
en eins og flestir sem eru í þröngu rými þá yrðu fiskarnir ánægðari í stærra umhverfi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Já, ég stenfni nú á að stækka aðeins við mig :)

En mér finnst þetta nú frekar flott miðað við hvað þetta er lítið :)

Smá möl og svona og þetta er gott,
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

er þetta tveggja lítra búr ?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

GUðjónB. wrote:er þetta tveggja lítra búr ?
nei 2L is the new 50L
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

:roll: ...en hver eru málin á búrinu
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

ca, 20x12

9cm á hæð
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Þá passar það nokkurnveginn að búrið sé 2 lítrar. Þú ert annars bara efnilegur fiskaeigandi heyrist mér sem að leggur sig fram til að halda fiskunum góðum í kannski helst til of litlu búri samt :D vonum bara að þetta sé byrjunin á einhverju stærra. Haltu bara áfram góðri umhirðu og gangi þér vel með fiskanna.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég byrjaði nú reyndar líka með 3 lítra krukku og gubby en það er að mér finnst bara byrjun. þó það væri ekki nema 40-50 lítra plastkassi úr rúmfó sem kostar 800 kall. ég var með svoleiðis froskabúr í 2 ár en það er greinilega einhver metnaður í þessu hjá þér sem þú átt hrós skilið fyrir
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Post by hannes4 »

Já, takk fyrir það,

Ég stefni nú á að stækka við mig á næstu mánuðum,
hannes4
Posts: 12
Joined: 14 Sep 2009, 18:18

Re: Nýja 2L búrið

Post by hannes4 »

úff, minningar!
Post Reply