Perur í gróðurbúr.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Perur í gróðurbúr.

Post by Jakob »

Er að fara að smíða gróðurbúr, stand, lok. Málin verða 35x35x?.
Ætla að hafa 5x 30cm T5 perur, er það ekki bara nokkuð góð lýsing? Hver ætti hæðin að vera?
Hvernig ættu litirnir að vera, (hversu margar hvítar o.s.frv.)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hvað eru 30cm t5 perur mörg wött?
5 t5 perur yfir þetta litlu búri er allt of mikið, þú átt eftir að missa alla stjórn á búrinu og það mun undirleggjast af þörungi. Ég mundi byrja með 2 perur, það er mjög góð lýsing og þú mundir þurfa að hafa kolsýru með 2 perum til að þörungurinn taki ekki yfir. Mikið minna mál að bæta við lýsingu ef allt gengur vel heldur en að minnka lýsinguna þegar allt er farið í fokk.
Ég mundi mæla með einni peru um 6500K og annarri að nálgast 10.000 kelvin
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Spurning líka hvort það séu til einhverjar ~30cm t5 perur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég fékk 30cm t5 peru hjá Flúrlömpum, ég skal tékka á wöttum á eftir.
Gott að 2 perur eru alveg feikinóg. Minni kostnaður o.s.frv.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta er 8w 30cm t5 daylight pera. veit ekki Kelvin.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

daylight er ~6500K hjá einhverjum framleiðendum amk
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

eru perurnar merktar HO (high output) einhversstaðar? Eða sérðu e.t.v. HE einhversstaðar á þeim?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta stendur á perunni:
NARVA
LT 8W T5/010 daylight

Ég notaði google og fann út að hún er 6000k.
Er nóg að nota bara 2 þó að hún sé aðeins 8W?
Hvað ætti búrið að vera hátt?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Narva eru fínar perur. Ég mundi byrja með 2 og hafa svo möguleikann að bæta þriðju við. Hæðin á búrinu ver svosem bara eftir því hvað þér finnst flott. miðað við að búrið á að vera 35*35, þá finndist mér smekklegt að hafa búrið e.t.v. á milli 25-30 cm á hæð.
En ætlar þú annars að vera með kolsýru í búrinu?
Verður þú með 2 eins perur? Það væri betra að hafa eina með sem væri 8000K+. Ef þeir eiga það ekki til hjá flúrlömpum, þá getur þú athugað hjá Jóhanni Ólafssyni & Co.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég hef búrið þá 35x35x30.
Perurnar þurfa ekkert að vera eins. Ég reyni að finna 8K+.
Já, ég ætla að hafa CO2 kerfi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Lýst annars vel á þetta project hjá þér. Ertu eitthvað búinn að pæla hvaða plöntur eða fiska þú vilt hafa í búrinu?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ég ætla að hafa rækjur, og dverg regnboga fiska. einhverjar hugmyndir um plöntur í búrið, hvað sem er kemur til greina en ég hafði hugsað mér að hafa lágar plöntur fremst og hækka svo til hliðanna og aftast í búrinu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég ætla að hafa búrið 40cm á hæð, gerir um 52L.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply