Laufblöð í fiskabúr?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Laufblöð í fiskabúr?

Post by MaggaN »

Mig minnir endilega að einhver hafi einhverntímann sagt mér (mjög áreiðanlegt, eins og sjá má...) að það væri hægt að setja asparlauf í fiskabúr, því þau rotnuðu svo hægt, þegar þau væru á kafi í vatni. Mig minnir að það hafi verið asparlauf en ekki einhver önnur, en ég er ekki alveg viss.

Kannast einhver við þetta? Nú eru margar týpur af fiskum sem kynnu að meta svolítið "ruslaralegra" umhverfi en malarbotninn býður uppá og núna er haust og nóg af laufi að hafa...

Ég veit að það er hægt að nota mó og kókostrefjar en laufblöð væru skemmtileg með.
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

hmmm... eftir smá google þá sé ég að það eru víst eikarlaufblöð sem hægt er að nota. Það er þó umdeilt hversu mikið megi vera af þeim, en þau eiga að vera góð fyrir lífríkið í búrinu, a.m.k. í hófi.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

sumir fiskar koma úr mjúku vatni þar sem mikið er af laufblöðum að leysast upp þannig að þetta er svona í náttúrunni
aðalvandamálið þegar þetta er gert í fiskabúri er að þú nærð ekki að stjórna hversu hratt laufið leysist upp og hversu mikið þannig að flestir eru ekkert að fikta við þetta því sveiflur í vatninu eru ekki af hinu góða og geta haft slæm áhrif
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Já, það er sennilega dálítið vandmeðfarið...
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sumir setja eitt og eitt laufblað í búr með t.d. rækjum þar sem þær fíla drulluna og lífið sem kemur frá þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply