Ég virðist vera komin með um 30 sverðdragara seiði.
Ég er búin að lesa þræðina hérna á gotfiskaspjallinu, en finn ekki beint alveg þær upplýsingar sem ég þarf.
Þau geta ekki verið endalaust í gotbúrinu, þannig að ég var að hugsa um að finna lítið búr fyrir þau. Ég þarf væntanlega dælu í búrið, en hvernig er með hitara? Já eða ljós? (sá einhver lítil plastbúr um daginn sem ég skoðaði reyndar ekki vel, en ég held það hafi ekki verið ljós í þeim.)
Þurfa seiðin að borða strax? (Fæddust núna í morgun). Þurfa þau að borða oftar en stóru fiskarnir?
Ég sá á öðrum þráðum að ég þarf að skipta oft um 30-40% vatn í búrinu sem ég finn til, en er þá ekki best að taka töluvert af vatni úr búrinu með stóru fiskunum og setja ofan í nýja búrið til að byrja með?
Já og ein asnaleg spurning... núna er þetta svona gotbúr sem vatnið kemur til með að leka allt úr ef ég lyfti því upp úr... hvernig er best að ná seiðunum upp úr gotbúrinu? Bara með háf?
Ég er algjör lúði, ég veit, og kann ekki neitt á þetta
Með fyrirfram þökk
Sverðdragaraseiði
Re: Sverðdragaraseiði
* það er allt í lagi að hafa þau í gotbúrinu í nokkra daga (hvað er það stórt? bara passa upp á vatnið, það er gott að hafa eplasnigla í gotbúrum því að þeir borða matarafganga sem falla niður á botninn)Tigra wrote:Ég virðist vera komin með um 30 sverðdragara seiði.
Ég er búin að lesa þræðina hérna á gotfiskaspjallinu, en finn ekki beint alveg þær upplýsingar sem ég þarf.
Þau geta ekki verið endalaust í gotbúrinu, þannig að ég var að hugsa um að finna lítið búr fyrir þau. Ég þarf væntanlega dælu í búrið, en hvernig er með hitara? Já eða ljós? (sá einhver lítil plastbúr um daginn sem ég skoðaði reyndar ekki vel, en ég held það hafi ekki verið ljós í þeim.)
Þurfa seiðin að borða strax? (Fæddust núna í morgun). Þurfa þau að borða oftar en stóru fiskarnir?Ég sá á öðrum þráðum að ég þarf að skipta oft um 30-40% vatn í búrinu sem ég finn til, en er þá ekki best að taka töluvert af vatni úr búrinu með stóru fiskunum og setja ofan í nýja búrið til að byrja með?
Já og ein asnaleg spurning... núna er þetta svona gotbúr sem vatnið kemur til með að leka allt úr ef ég lyfti því upp úr... hvernig er best að ná seiðunum upp úr gotbúrinu? Bara með háf?
Ég er algjör lúði, ég veit, og kann ekki neitt á þetta
Með fyrirfram þökk
* Það er æskilegt að hafa dælu hjá þeim til að halda vatninu á hreyfingu og hitari er auðvitað góður, þau stækka hraðar ef hitinn er jafn og um 26-27 gráður. Ljós er ekkert nauðsynlegt. Mæli líka með því að seiðabúr séu í stærri kanntinum, frekar en lítil búr. Vatnsgæðin haldast stöðugri í stærri búrum.
* já seiðin geta byrjað að borða strax, mylur bara fyrir þau fiskafóðurs flögur, 2-3 á dag.
* getur notað háf eða bara lyft upp seiðabúrinu og skellt því ofaní hitt seiða búrið sem þú ætlar að nota undir seiðin og hleypt þeim út þar.
* það þarf ekkert að setja vatn úr hinu búrinu í seiðabúrið, gætir jafnvel dreyft einhverjum sjúkdómum á milli búra.. bara setja volgt vatn í seiðabúrið, setur dæluna í gang og hitaran, gætir jafnvel sett einhvern notaðan filter í dæluna til að ná hraðar upp flóru. Svo sett seiðin í búrið eftir 2 daga....
Annars er þetta ekkert flókið, mjög einfalt að koma upp seiðum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L