Ég splæsti í 54 ltr búr fyrir 2 vikum og ákvað að skella inn nokkrum myndum af því.
Er með 7 gubby fiska í því (3 kalla og 4 kerlingar), 2 ryksugur og 2 gullfiska.
Svo eru 2 kerlingar búnar að eignast seiði, önnur 7 seiði en drápust 4 og svo seinni eignaðist 5 áðan.
Hérna eru nokkrar myndir:
Endilega koma með ykkar skoðanir og endilega láta mig vita hvernig ég get bætt búrið
Flottur Bósi mikill metnaður í þessu og þú ert bara að standa þig vel (Y) Gangi þér svo bara sem allra best með þetta
Ég var einu sinni líka með gubby og gullfiska saman og það gekk mjög vel. Gullfiskarnir þola almennt af minni reynslu allskonar fiskategundir og allskonar hitastig.
@Lindared - ég reyni að skipta um vatn svona einu sinnu í viku þannig að ég býst við að þetta sé peran, annars er myndavélin í einhverju hassi líka, það virkar fínt að hafa gullfiska og gubby saman hef a.m.k ekki orðið var við eitthver leiðindi á milli þeirra og enginn hefur drepist
@Porto - þakka kærlega fyrir hrósin og svona
Svo á ég eftir að kaupa meiri gróður og skraut og svoleiðis og sendi inn mynd þegar búrið er allveg full klárað
Ég myndi setja meiri sand í búrið og hafa þykkra lag aftar (kannski svona 7 cm) og þynnra lag fremst (kannski svona 4 cm). Þá virkar búrið dýpra. Bakgrunnur með mynd eða bara svart karton/plastfilma, myndi líka hjálpa mikið og kosta lítið. Stór, flatur steinn/steinar (það er betra að hafa þá flata, svo þeir taki ekki mikið pláss en virki samt stórir) aftarlega í búrið, gæti líka gert mikið fyrir það. Það er fínt að setja steina í uppþvottavélina áður, bara ekki nota sápu.