hæhæ
fékk mér loksins aftur fisk eftir langa bið..
mig langaði að spurja því ég hef fengið svo mismunandi svör við þessu en málið er að ég er með lítinn gullfisk í litlu kúlubúri sirka 54L..fékk hann í gær og ég á auðvitað að skipta um vatn á hverjum degi útaf ég er ekki með dælu en á ég að taka nokkra bolla úr og setja nýja og leyfa fiskinum að vera ofan í búrinu eða á ég að taka hann úr á meðan?
og hvort er betra að gefa honum að borða á áður en ég skipti um vatn eða eftir á:)
Takk takk
Guðný Rut
Litli fiskurinn minn:)
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
þarft ekki að fjarlægja fiskinn meðan þú skiptir um vatn, en þegar kúlan er orðin svona stór og margir lítrar myndi ég persónulega ekki skipta daglega, frekar annan hvern eða þriðja hvern dag. Kannski hafa aðrir aðra skoðun á því.
Meðan það er skipt svona oft um vatn skiptir kannski ekki öllu máli hvort þú gefir fyrir eða eftir vatnsskipti, þó það sé eflaust betra að gefa aðeins fyrir vatnsskipti ef einhver matur verður óétinn.
Meðan það er skipt svona oft um vatn skiptir kannski ekki öllu máli hvort þú gefir fyrir eða eftir vatnsskipti, þó það sé eflaust betra að gefa aðeins fyrir vatnsskipti ef einhver matur verður óétinn.
Einmitt það sem ég hugsaðiMaggaN wrote:Ég býst fastlega við að hún meini 4-5 ltr kúla, ekki 54 ltr... Það teldist allavega ekki vera lítil kúla, svo mikið er víst. 54 ltr kúla er örugglega á stærð við meðal bíldekk.

Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
-
- Posts: 2
- Joined: 16 Aug 2008, 22:22