Of lítið búr...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Of lítið búr...

Post by bryndis »

Eins og sumir vita þá er ég að reyna að finna stærra búr fyrir háfana mína.. Málið er að þeir eru í búri í forstofunni hjá mömmu og pabba, svo það eru frekar miklar kröfur um að búrið líti vel út (á meðan ég er skítblönk) :)

Svo það gæti s.s. tekið smá tíma að finna annað búr, ég er bara að spá hversu nauðsynlegt er að koma þeim yfir í stærra búr.. Búrið er 160l og ég er með 2x háfa, 3 skala, 3 yoyo bótíur og 1 trúðabótíu (held ég amk, trúðabótían er nánast alveg hætt að láta sjá sig).

Ég set inn mynd sem sýnir stærðina á háfunum mjög vel. Búrið er 100cm langt svona til viðmiðunar :)

Geta þeir verið í þessu búri í 1-2 mánuði í viðbót?

Image

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það ætti alveg að ganga að hafa þá aðeins lengur, þeri stækka ekki svo hratt.
Annars fer það líka eftir því hvernig þeir eru að hegða sér, eru þeir alveg rólegir eða er mikið stress í þeim og þeir mikið að synda utaní ?

Hvað eru þeir, 15cm?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Passa bara upp á vatnsgæðin og ef þeir eru að synda á þá getur hjálpað að líma bakgrunn á hliðarnar þó það dugi ekki alltaf ef þeir eru mjög stressaðir.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Þeir eru oftast rólegir, en stundum taka þeir æðisköst og synda útum allt og utan í allt. Sá stærri fékk sár á "nebbann" út af æsingnum í sér um daginn, en sárið er nánast alveg farið núna. Það er reyndar aðeins búið að auka plássið núna með að taka risa plast"stein" úr búrinu sem tók alveg hellings pláss.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei.. Ef þeir taka oftar þessi köst þá prófa ég það (bakgrunninn á hliðarnar). Foreldrar mínir eru sem betur fer þvílíkt dugleg að passa upp á vatnið (sérstaklega mamma, þar sem hún vorkennir svo dýrum sem eru "lokuð inni í búrum" :) og hvað þá of litlum búrum! :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvað ertu annars að spá í stóru búri?
sá að þú ert að auglýsa eftir ~300L búri en ég held að það verði ekki langtíma lausn. Ef þú ætlar að stækka við þig fyrir þá myndi ég reyna að fá amk 400L.
Ég er með einn sömu tegundar sem er 30cm.
Þegar ég var að færa stóra búrið skellti ég honum í 300L búr í 1-2klst og mér fannst það ansi þröngt fyrir svona mikinn sundfisk. Ég hefði amk líklega ekki viljað hafa hann í því til frambúðar.
-Andri
695-4495

Image
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei... Gott að vita af því.. hef augun opin fyrir stærri búrum :) Svo á ég örugglega eftir að fá hugmyndir frá ykkur um hvaða fiskar passa með í stóra búrið..

Ég ætlaði að "fylla upp í" þetta búr um daginn, því mér fannst ekki líta nógu vel út að hafa bara 5 meðalstóra fiska og ekkert annað, svo ég keypti mér 10x neon tetrur. Það leit ekkert smá vel út og ég dáðist að búrinu í góðan tíma.. Svo morguninn eftir voru bara 2 eftir :S Þeir hafa greinilega verið allir étnir um nóttina. En ég veit núna að það var frekar heimskuleg hugmynd að bæta svona litlum fiskum með 3 skölum, 2 háfum og 4 bótíum.. :roll:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Finnst búrið reyndar vel troðið, en já, fiskarnir hafa verið saddir :lol:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply