Fiskar að skrapa sig

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Fiskar að skrapa sig

Post by henry »

Einn eða tveir Diskusar eitthvað að klóra sér örlítið á plöntum. Ekki mikið, bara rétt séð þetta úr fjarska. Engir blettir. En eitthvað af skörðum í sporðum.

Ekkert nítrít og mjög lítið nítrat (0-20ppm), en ég vil ekki taka sénsa, þannig að ég ákvað að skipta bara vel um vatn og setja 10 matskeiðar af uppleystu salti í búrið áður en ég fór að sofa.

Ætti ég að hækka hitann eitthvað eða bíða rólegur?

Hitinn er núna 28°C, pH er 6.5, 5 Discusar í búrinu.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég mundi bara bíða núna. Ólíklegt að þetta sé ich, er hitinn ekki nálægt 28°c hjá þér venjulega?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jú, hitinn er stöðugur í 28°C
Post Reply