Skrýtið guppy seiði HJÁLP

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
katrin87
Posts: 7
Joined: 07 Aug 2009, 16:12

Skrýtið guppy seiði HJÁLP

Post by katrin87 »

Hjálp! í dag var ég að horfa á seiðabúrið (sem í eru níu 3 vikna gömul seiði) og þá tók ég eftir því að eitt seiðið synti frekar undarlega. Það lá samt alls ekki á hliðinni eða neitt þannig en synti bara öðruvísi en hin seiðin. Svo sá ég....ég veit að þetta hljómar undarlega...að það væri eins og lítill hvítur bómullarhnoðri fastur við "rassinn" á því. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þetta getur verið. Hefur e-r lent í e-u svipuð? eða veit e-r hvað þetta getur verið?

Seiðið er samt alls ekki eins og það sé að fara að deyja eða neitt þannig syndir samt undarlega og hægar en hin seiðin.

Með von um svör
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Myndi nú bara slátra þessu eina seiði. Hljómar eins og fungus.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

En hérna, hvað er hitastigið hjá þeim og ertu dugleg að skipta um vatn?
katrin87
Posts: 7
Joined: 07 Aug 2009, 16:12

Post by katrin87 »

Ég er mjög dugleg að skipta um vatn. Geri það reglulega og ætli hitastigið sé ekki svona um 25-27°C

Fungus? sveppur þá?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Það munar nú um 2 gráður til eða frá. Ég myndi hafa 27° fyrir seiðin. Þau geta fengið fungus ef það er of kalt hjá þeim.
Post Reply