Hjálp! í dag var ég að horfa á seiðabúrið (sem í eru níu 3 vikna gömul seiði) og þá tók ég eftir því að eitt seiðið synti frekar undarlega. Það lá samt alls ekki á hliðinni eða neitt þannig en synti bara öðruvísi en hin seiðin. Svo sá ég....ég veit að þetta hljómar undarlega...að það væri eins og lítill hvítur bómullarhnoðri fastur við "rassinn" á því. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þetta getur verið. Hefur e-r lent í e-u svipuð? eða veit e-r hvað þetta getur verið?
Seiðið er samt alls ekki eins og það sé að fara að deyja eða neitt þannig syndir samt undarlega og hægar en hin seiðin.