Fiskabúra rekki

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Fiskabúra rekki

Post by stebbi »

Nú er ég að fara að smíða mér rekka til að leika mér aðeins að í gestaherberginu :)
Ég er búinn að sanka að mér efninu og á bara eftir að skella þessu saman.

Er einhver af ykkur sem eruð búnir að smíða svona til í að henda inn myndum af rekkunum tilbúnum?
Ég hendi inn myndum af prósessnum þegar eitthvað fer að gerast.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvernig eru búrin?

ég var með rekka með 100L búrum sem voru sýningarbúr í Fiskabúr.is.
Það voru þau innbyggði í vegg en ég notaði plöturnar sem voru undir búrinum og smíðaði ramma til að halda þeim uppi.
Búrin hvíla s.s. á krossviðarplötu, undir krossviðnum voru tvær spýtur til að halda honum beinum. Sérð þetta kannski bara á myndinni.
Undir hverri plötu var svo pláss fyrir ljós fyrir næsta búr fyrir neðan.

hérna var rekkinn óklæddur:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

hver eru málin á honum hjá þér?

Ég er að spá hvort ég eigi að hafa 4 "hæðir" eða 3 uppá pláss til að athafna sig í búrunum.

Ytri mál eru 200cm x 200cm x 50cm
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

búrin voru 125x30. Rekkinn hefur þá verið ca 130x30 og hæðin rúmir 2 metrar. man ekki alveg

Ég var með 4 búr en ákvað að nota bara þrjú til að hafa betra pláss. Ég ákvað að hafa neðsta búrið ekki of nálægt gólfinu uppá auðveldari vatnsskipti, annars myndi vatnið leka svo svakalega hægt úr. Minnir að ég hafi haft 20cm pláss fyrir ofan hvert búr til að komast ofan í búrin.

Þú ættir að gefa haft 3 þokkalega stór búr
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Image

hérna er það sem komið er, ágætis hugmynd að hafa ekki neðsta búrið alveg niðri við gólf athuga það nánar

Hvernig plötur varstu með undir búrunum?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það voru rakavarðar krossviðarplötur
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

3 raðir er fínt

það verður að vera smá vinnupláss
ég hef smíðað marga rekka og nota vanalega sömu aðferð

uppistöður á skrúffótum ef gólfið er skakt og einnig til að timbrið sitji ekki á gólfinu ef gólfið blotnar
vinklar á þverbitum skrúfað í uppistöður síðan vatnsheldur krossviður ofaná ( dýr en endist )
mikilvægt er að nota hallamál og stilla hvert búr fyrir sig einnig er gott að setja einagrunarplas undir búrið til að eiga ekki á hættu að búrið spryngi ef eitthvað er undir

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Image

Svona endaði þetta í kvöld.

Bilið á milli er 55 cm
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Gudmundur wrote: uppistöður á skrúffótum
Hvar færðu svona skrúffætur, kallinn vissi ekkert um þetta í húsasmiðjunni
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Gætir prófað að tala við Bræðurna Ormsson. HTH innréttingarnar eru á svona skrúffótum og síðan er sökkli smellt framan á fæturna. Sem gæti verið sniðugt fyrir þig, þannig að það sé ekki endalaust af ryki að safnast fyrir undir rekkanum.

Þarft bara að bora göt fyrir fótfestingunum. Svo er plastpinnar sem þú slærð inn, þá þenjast festingarnar út og njörva þetta saman.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stebbi wrote:
Gudmundur wrote: uppistöður á skrúffótum
Hvar færðu svona skrúffætur, kallinn vissi ekkert um þetta í húsasmiðjunni
ég hef fengið þetta í Byko
þetta er bara broddró og skrúffótur
borað í viðinn broddróin negld í viðinn og skrúfað uppí
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

ekkert að gerast með þetta lengur?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

ehm jújú hann er svona í grunninn tilbúinn.

Image

Svo með tímanum ætla ég að smíða búr í hann sem passa almennilega,
og líka klæða hann aðeins svo þetta sé ekki alveg svona opið allt saman
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt ! Ertu bara með þetta inn í svefnherbergi ?
Hvað eiga búrin að vera stór ?
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þetta heitir föndurherbergi í eignaskiptasamningnum, en ég hef verið að leigja herbergið út hingað til.
Ég fékk bara ógeð á því afþví það virðist vera ómögulegt að fá eitthvað annað en unglinga sem borga illa eða fyllibyttur.
Þannig að þetta var eina skynsamlega lausnin á hvað ætti að gera við herbergið :D

Mig minnir að ég hafi reiknað út að búrin yrðu 160 lítrar í hvert bil,
annars þarf ég að skoða það aðeins betur
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

massa flottur rekki, hefði nú ekkert á móti því að smíða svona einhverntíman.
kristinn.
-----------
215l
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Raunhæf búrstærð í rekkann er 120-140 lítra, það miðast við að það sé þá hægt að koma smábúnaði fyrir á bakvið búrin og auðvelt sé að vinna í þeim
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply